Handboltamaðurinn Nökkvi Dan Elliðason hefur gert eins og hálfs árs samning við Selfoss en hann kemur til liðsins frá norska úrvalsdeildarliðinu Arendal.
Nökkvi, sem er uppalinn Eyjamaður, spilaði með Gróttu á árum áður en hann fór til Noregs í sumar. Hann er 21 árs gamall miðjumaður en getur leyst allar stöður fyrir utan og verður góð styrking fyrir lið Selfyssinga sem er í toppbaráttu í Olísdeildinni um þessar mundir.