Öruggur sigur KA/Þórs

Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði átta mörk fyrir KA/Þór.
Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði átta mörk fyrir KA/Þór. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA/Þór vann í kvöld öruggan sigur gegn Selfossi, 33:22, þegar liðin áttust við í 11. umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik í KA heimilinu á Akureyri í kvöld.

KA/Þór hafði undirtökin allan tímann og staðan í hálfleik var 16:10. KA/Þór er í fimmta sæti deildarinnar með 10 stig en Selfoss situr á botni deildarinnar með 4 stig.

Mörk KA/Þórs: Hulda Bryndís Tryggvadóttir 8, Martha Hermannsdóttir 6, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Svala Björk Svavarsdóttir 1, Ólöf Marín Hlynsdóttir.

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 6, Hulda Dís Þrastardóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Sarah Boye Sörensen 2, Katla María Magnúsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert