Valskonur fór aftur á toppinn á Olísdeild kvenna í handbolta með hádramatískum 28:27-sigri á Selfossi á útivelli í lokaleik 12. umferðarinnar í kvöld. Lovísa Thompson skoraði sigurmark Vals á síðustu sekúndunni.
Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og var staðan 7:7 þegar hann var rúmlega hálfnaður. Þá komu þrjú mörk í röð hjá Val og var staðan 16:11, Val í vil í hálfleik.
Valskonur héldu frumkvæðinu framan af í seinni hálfleik var staðan 21:16 þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá kom mjög góður kafli hjá Selfossi og var staðan orðin 24:24 þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
Selfoss náði svo forystu í fyrsta skipti í síðari hálfleik, 25:24 og var staðan 27:25, Selfossi í vil, þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Þá fór Selfoss illa að ráði sínu og missti boltann klaufalega í tveimur sóknum í röð og Valur jafnaði í 27:27.
Valskonur fengu svo síðustu sóknina og skoraði Lovísa í þann mund sem leiktíminn rann út. Selfyssingar voru ósáttir og vildu meina að tíminn hefði verið búinn, en svo var ekki og Valskonur tóku stigin tvö og náðu aftur tveggja stiga forskoti á Fram á toppi deildarinnar.