Arna Sif í úrvalsliðinu í níunda skipti

Arna Sif Pálsdóttir
Arna Sif Pálsdóttir Ljósmynd/Robert Spasovski

Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona úr ÍBV, er í níunda skipti í liði umferðarinnar í Olísdeild kvenna í handknattleik hjá Morgunblaðinu.

Arna lék mjög vel og skoraði átta mörk fyrir ÍBV í útisigri gegn Selfyssingum, 24:18, en hún er nú orðin fjórða markahæst í deildinni með alls 79 mörk fyrir Eyjaliðið. Hún hefur verið valin oftast allra leikmanna í deildinni í úrvalsliðið.

Steinunn Björnsdóttir úr Fram og Martha Hermannsdóttir úr KA/Þór, sem eru á meðal varamanna í liðinu, eru valdar í áttunda og sjöunda skipti.

Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram er í liðinu í sjötta skipti. Hún var tvisvar í röð sögð vera í liðinu í fjórða sinn og er beðist velvirðingar á þeim mistökum en hún er nú semsagt í sjötta sinn. Hún er áfram markahæst í deildinni, eftir að hafa skorað 9 mörk í sigri á KA/Þór, 31:24, í fyrrakvöld. Ragnheiður hefur skorað 88 mörk, tveimur meira en Martha sem gerði hinsvegar tíu mörk fyrir Akureyrarliðið í sama leik.

Sjá úrvalslið 14. umferðar Olís-deildarinnar í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert