KA lagði Fram í miklum spennuleik

KA fær Fram í heimsókn í kvöld.
KA fær Fram í heimsókn í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA og Fram áttust við í miklum fallbaráttuslag í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. Leikið var á Akureyri og þurftu liðin svo sannarlega á stigum að halda. Fyrir leik var Fram í ellefta sæti með sjö stig en KA í níunda sæti með tólf stig. Eins og við mátti búast var hart tekist á. KA hafði sigur eftir jafnan leik en lokasprettur heimamanna jók forskot þeirra úr einu marki í sex. Lokatölur 24:18.

KA var í bílstjórasætinu allan fyrri hálfleikinn og virtist áköf 3-2-1 vörn KA-manna riðla sóknarleik Fram. Gestirnir voru í basli með samspil sitt og misstu nokkra bolta í sókninni. Viktor Gísli Hallgrímsson byrjaði leikinn vel í markinu hjá Fram og hans framlag, ásamt ágætum varnarleik kollega hans, hélt Fram stutt frá KA en staðan var 14:11 í hálfleik.

Fyrri hluta seinni hálfleiks var afar lítið skorað og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 17:14 fyrir KA. Vörn Fram var svakalega sterk og KA fann engar glufur á henni. Á hinum enda vallarins hélt vörn KA áfram að virka. Á lokakaflanum minnkaði Fram muninn í tvö mörk og fékk dauðafæri á að minnka hann enn frekar áður en KA gekk frá leiknum með frábærum lokakafla.

KA fer með sigrinum í tólf stig, örlítið lengra frá fallsætunum. Fram er enn í fallsæti og verður að berjast fyrir lífi sínu í næstu leikjum.

KA 24:18 Fram opna loka
60. mín. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) á skot í slá Fram fær boltann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert