Liðsstyrkur til HK

Hafdís Shizuka Iura, Sunneva Einarsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Hafdís Shizuka Iura, Sunneva Einarsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Facebook-síða HK

Kvennalið HK í handbolta hefur styrkt lið sitt fyrir átökin í Olís-deildinni en Kópavogsliðið er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Hafdís Shizuka Iura kemur að láni frá Fram, markvörðurinn Sunneva Einarsdóttir kemur að láni frá Gróttu og Ragnheiður Ragnarsdóttir kemur frá Haukum og hefur gert samning við Kópavogsliðið til frambúðar.

„HK bindur miklar vonir við þessa nýju leikmenn í þeirri baráttu sem fram undan er og býður þær velkomnar í HK fjölskylduna,“ segir á Facebook-síðu HK.

HK verður í eldlínunni í Olís-deildinni í kvöld en þá sækir liðið Íslandsmeistara Fram heim í Safamýri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert