Valsmenn áttu frábæran leik í kvöld þegar þeir afgreiddu Selfyssinga 31:24 í fyrsta leik 8-liða úrslita bikarkeppni karla í handbolta á Selfossi.
Það er óhætt að segja að Valsliðið hafi mætt tilbúið í leikinn, þeir spiluðu af miklum krafti bæði í vörn og sókn og slógu hárbeitt sóknarlið Selfyssinga út af laginu.
Staðan var 9:13 í leikhléi og Valsmenn héldu forskotinu örugglega langt inn í seinni hálfleikinn. Selfyssingar þurftu að taka áhættu síðustu tíu mínúturnar, þeir reyndu að hleypa leiknum upp en Valsmenn héldu sínu striki og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur.
Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga með 7/1 mark og Pawel Kiepulski varði 9 skot í marki Selfoss. Hjá Val var Anton Rúnarsson með 8/3 mörk og Magnús Óli Magnússon skoraði 7. Daníel Freyr Andrésson varði 11/1 skot.