Ráðist var á Róbert Aron í miðbænum

Róbert Aron Hostert er einn albesti leikmaður Olís-deildarinnar.
Róbert Aron Hostert er einn albesti leikmaður Olís-deildarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Ráðist var á Róbert Aron Hostert, leikmann Vals, í miðbæ Reykjavíkur á dögunum þar sem hann beið eftir leigubíl eftir að hafa verið að skemmta sér með félögum sínum í handknattleiksliði Vals. Árásarmaðurinn tók til fótanna eftir að hafa veitt Róberti þungt hnefahögg rétt neðan við vinstra augað.

Róbert Aron staðfesti þetta í gær í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann árásina hafa verið tilefnislausa. Hann hefði ekki átt í orðaskiptum við árásarmanninn hvorki fyrir né á eftir árásina. Róbert Aron segist heldur ekki þekkja til árásarmannsins.

Vegna þessa leikur Róbert Aron ekki með Val næstur vikurnar en hann gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi á síðasta föstudag vegna sprungunnar sem kom í kinnbeinið við höggið.

„Reiknað er með að það taki mig sex vikur að ná fullum bata,“ sagði Róbert Aron í gær. Hann fer í skoðun hjá lækni í dag. Þá skýrist hver staðan nákvæmlega er.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem fram kemur að Róbert Aron spilaði leik eftir árásina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert