Jenny sleit krossband í Póllandi

Guðný Jenny Ásmundsdóttir
Guðný Jenny Ásmundsdóttir Ljósmynd/Robert Spasovski

Markvörður handknattleiksliðs ÍBV og íslenska landsliðsins, Guðný Jenny Ásmundsdóttir, er með slitið krossband í hné og leikur ekki meira á þessu ári.

Þar með er ljóst að ÍBV-liðið verður án hennar á lokaspretti deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn en flest bendir til að ÍBV mæti Val í undanúrslitum. Einnig verður landsliðið án Jennyjar í vor þegar það mætir spænska landsliðinu í umspilsleikjum um keppnisrétt í lokakeppni HM.

Jenny meiddist í upphitun fyrir fyrsta leik íslenska landsliðsins á Baltic Cup í Póllandi á síðasta föstudag og tók ekkert þátt í mótinu eftir það. Grunur beindist strax að því að meiðslin vær alvarleg en staðfesting fékkst ekki fyrr en að lokinni myndatöku hjá lækni í gær eftir að landsliðið var komið heim úr Póllandsförinni. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, staðfesti við Morgunblaðið í gær að meiðsli Jennyjar væru jafn alvarleg og raun ber vitni. Hrafnhildur verður nú að setja allt sitt traust á Andreu Gunnlaugsdóttur sem verið hefur annar markvörður ÍBV í vetur.

Sjá fréttina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert