Viggó flytur til Þýskalands

Viggó Kristjánsson yfirgefur Vínarborg og Austurríki í sumar.
Viggó Kristjánsson yfirgefur Vínarborg og Austurríki í sumar. Ljósmynd/Handball-westwien.at

Handknattleiksmaðurinn Viggó Kristjánsson leikur með liði í efstu deild í Þýskalandi á næsta keppnistímabili. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heimildum.

Reiknað er með að þýska liðið tilkynni fljótlega eftir helgina að það hafi gert samning við Viggó. Nafn liðsins fer leynt. Þar með verða a.m.k. átta íslenskir handknattleiksmenn hjá liðum í þýsku 1. deildinni á næsta keppnistímabili. Þeir eru fimm um þessar mundir.

Viggó er nú á sínu öðru keppnistímabili með austurríska liðinu West Wien. Hann er markahæsti maður efri hluta keppni austurrísku deildarinnar en deildarkeppnin í Austurríki er leikin í þremur hlutum yfir leiktíðina. Nú stendur yfir annar hluti keppninnar. Í öðrum hluta hefur Viggó skorað 47 mörk í sjö leikjum en var með 99 mörk í 18 leikjum í fyrsta hlutanum.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert