Akureyri féll úr efstu deild

Patrekur Stefánsson og félagar í Akureyri eru fallnir.
Patrekur Stefánsson og félagar í Akureyri eru fallnir.

Lið Akureyrar handboltafélags féll úr Olís-deild karla í kvöld er lokaumferðin var spiluð. Norðanmenn þurftu að vinna leik sinn gegn ÍR og treysta á að Fram myndi tapa sínum leik gegn ÍBV.

ÍR-ingar voru ekkert að koma í neina kurteisisheimsókn og þeir spiluðu virkilega vel á fyrstu mínútunum. Þar lögðu þeir góðan grunn að 35:29-sigri.

Markvarsla heimamanna var engin í fyrri hálfleiknum og vörn þeirra tætingsleg. ÍR-ingar spiluðu mjög hratt og fundu alls staðar glufur. Þeir skoruðu fimmtán mörk á fyrstu tuttugu mínútunum og voru á góðri leið með að sökkva Akureyringum. Heimamenn lentu átta mörkum undir en náðu að rétta sinn hlut fyrir hlé. Staðan í hálfleik var 20:15.

Akureyringar urðu að gefa í og þeir komu svo sannarlega sprækir inn í seinni hálfleikinn. Þeir minnkuðu muninn strax niður í tvö mörk en steittu svo á og lentu aftur nokkrum mörkum undir.

ÍR sigldi svo í gegnum leikinn af nokkurri festu og Akureyringar komust aldrei nálægt þeim á ný. Lokatölur urðu 35:29 og fall Akureyringa því staðreynd.

Akureyri 29:35 ÍR opna loka
60. mín. Ólafur Haukur Matthíasson (ÍR) á skot í slá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert