Man ekki eftir að hafa tekið vítakastið (myndskeið)

Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik, fékk högg á höfuðið um síðustu helgi í kappleik með þýska fyrstudeildarliðinu Neckarsulmer. Svo þungt var höggið að hún hlaut heilahristing.

Þar af leiðandi leikur hún ekki tvo síðustu leiki liðsins í deildarkeppninni. Aðdragandi höggsins var óvenjulegur. Birna hafði lokið við að taka vítakast í leiknum, sem hún skoraði úr, þegar hún sneri sér við til að hlaupa í vörnina þegar einn andstæðinga hennar lagði lykkju á leið sína og hljóp utan í Birnu auk þess sem svo virðist sem hún slái til hennar með olnboganum. Birna féll í gólfið og var síðan flutt á varamannabekkinn til frekari aðhlynningar.

„Tíu mínútum síðar kom ég inn af varamannabekknum til að taka annað vítakast. Ég man ekkert eftir því frekar en öðru sem gerðist í fyrri hálfleik. Í hálfleik var ég flutt á sjúkrahús,“ sagði Birna Berg í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Í ljós hefur komið að ég hlaut heilahristing og var auk þess bara heppin að hafa ekki kinnbeinsbrotnað til viðbótar,“ sagði Birna ennfremur en hún verður að hafa hægt um sig á næstunni meðan heilinn jafnar sig.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Birna Berg Haraldsdóttir.
Birna Berg Haraldsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert