Þráinn Orri yfirgefur Elverum

Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Elverum
Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Elverum Ljósmynd/Eleverum

Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson verður ekki áfram í herbúðum norska liðsins Elverum að keppnistímabilinu loknu. Þetta staðfesti Þráinn við Morgunblaðið í gær. Hann sagði enn óvíst hvort hann héldi áfram að leika úti í Evrópu eða flytti heim.

Þráinn Orri lék með Gróttu áður en hann gekk til liðs við Elverum fyrir tveimur árum.

„Ef ekkert gott býðst þá kem ég líklegast heim,“ sagði Þráinn Orri sem reiknar með að gefa sér tíma út þennan mánuð áður en hann ákveður næsta skref.

Elverum hafnaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Liðið er komið í úrslit í úrslitakeppninni og mætir Noregsmeisturum Arendal fyrsta sinni á útivelli á sunnudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert