Meidd og sagt upp hjá ÍBV

Guðný Jenny Ásmundsdóttir.
Guðný Jenny Ásmundsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðnýju Jennyju Ásmunds­dótt­ur, landsliðsmarkverði í hand­knatt­leik, var á dög­un­um sagt upp samn­ingi sín­um við ÍBV á þeim for­send­um að fé­lagið hefði ekk­ert við meidd­an markvörð að gera.

Samn­ingn­um var sagt upp munn­lega af for­manni hand­knatt­leiks­deild­ar ÍBV á fundi í bún­ings­klefa karlaliðsins í hand­knatt­leik í íþrótta­hús­inu í Vest­manna­eyj­um.

Jenny sleit kross­band í hné í upp­hit­un fyr­ir lands­leik í Póllandi í síðari hluta mars og gekkst und­ir aðgerð á mánu­dag­inn. Komið hef­ur í ljós að Jenny var ekki tryggð hjá ÍBV.

„Sextánda apríl var ég kölluð á fund for­manns hand­knatt­leiks­deild­ar ÍBV í íþrótta­hús­inu í Vest­manna­eyj­um. Þegar ég kom þangað var ekk­ert fund­ar­her­bergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karla­klefa hand­boltaliðsins. Þar sett­ist formaður­inn niður á bekk­inn og til­kynnti mér að fé­lagið ætlaði að nýta sér rift­un­ar­á­kvæði í samn­ingi við mig. For­send­ur væru að ÍBV hefði ekk­ert við meidd­an markvörð að gera,“ sagði Jenny í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Upp­sögn­in kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Jenny talaði við for­mann­inn þegar hún kom heim eft­ir að hafa meiðst í fyrr­greindri landsliðsferð og sagði hon­um að hún stefndi ótrauð á að halda áfram og mæta til leiks á næsta keppn­is­tíma­bili. Raun­hæft er að Jenny geti verið klár í að leika aft­ur snemma á næsta ári.

„Formaður­inn sagði mér á fund­in­um að illa gengi að fjár­magna rekst­ur deild­ar­inn­ar. Leitað væri allra leiða til sparnaðar og rætt hefði verið í því skyni við ein­hverja aðila sem ég veit ekki hverj­ir eru. Þeir höfðu að minnsta kosti ekki rætt við mig áður en að fyrr­greind­um fundi kom 16. apríl. Mér hefði ekki þótt óeðli­legt að kalla mig til fund­ar og ræða um hvort hægt væri að end­ur­semja. Ég tel að minnsta kosti að hægt hefði verið að leysa málið á ýms­an ann­an hátt en gert var,“ sagði Jenny enn­frem­ur.

Sjá ít­ar­legt viðtali við Guðnýju Jenny á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert