Arnar Freyr í liði ársins

Arnar Freyr Arnarsson.
Arnar Freyr Arnarsson. Ljósmynd/Kristianstad

Arnar Freyr Arnarsson er í liði ársins í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik en þjálfarar og fyrirliðar í deildinni ásamt fjölmiðlum tóku þátt í valinu.

Arnar Freyr var valinn besti línumaðurinn og er hann eini leikmaður Kristianstad sem er í liði ársins en Kristianstad, meistarar síðustu fjögurra ára, voru óvænt slegnir út af liði Alingsås 3:0 í undanúrslitunum.

Arnar Freyr hefur spilað sinn síðasta leik með Kristianstad en hann gengur í sumar í raðir danska úrvalsdeildarliðsins GOG og verður þar samherji hornamannsins Óðins Þórs Ríkharðssonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert