Tveggja marka tap gegn B-liði Norðmanna

Arna Sif Pálsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 …
Arna Sif Pálsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir B-landsliðið Noregs í vináttuleik í Noregi í dag 26:24.

Noregur var einu marki yfir eftir fyrri hálfleikinn 13:12 en fljótlega í síðari hálfleik dró í sundur með liðunum og Norðmenn náðu mest fimm marka forskoti. En íslenska liðið var ekki að baki dottið. Það það náði að jafna metin í 23:23 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka en norska liðið reyndist sterkara á lokasprettinum.

Mörk Íslands: Arna Sif Pálsdóttir 6, Sigríður Hauksdóttir 5, Helena Örvarsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 1, Rut Jónsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1.

Hafdís Renötudóttir varði 7 skot og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 9 skot.

Leikurinn var liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir umspilsleiki gegn Spánverjum um laust sæti á HM. Fyrri leikurinn fer fram í Antequera á Spáni á föstudaginn en síðari leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni þann 6. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert