Handknattleikskappinn Þráinn Orri Jónsson hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Bjerringbro-Silkeborg um að leika með liðinu á næstu leiktíð en það er Vísir.is sem greinir frá þessu. Línumaðurinn öflugi hefur leikið með Elverum í norsku úrvalsdeildinni, undanfarin tvö ár, en Þráinn tilkynnti það í vor að hann væri á förum frá Elverum.
Leikmaðurinn íhugaði það að snúa aftur heim til Íslands og leika í úrvalsdeildinni en hann er uppalinn hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Vísir greinir fá því að tilkynnt verði um félagaskiptin í dag en leikmaðurinn á að hafa skrifað undir samning við danska félagið í vikunni.
Bjerringbro/Silkeborg endaði í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig, fjórum stigum minna en deildarmeistarar Aalborgar, en Bjerringbro/Silkeborg tapaði fyrir Skjern í leik um þriðja sætið, samanlagt 2:0.