Íslenska U17 ára landslið kvenna í handbolta er komið í úrslitaleik B-deildar Evrópumótsins á Ítalíu eftir 25:23-sigur á Póllandi í undanúrslitum í dag.
Staðan í hálfleik var 15:12, Póllandi í vil, en með glæsilegum seinni hálfleik tryggði Ísland sér sigur.
Eins og oft áður á mótinu var Valskonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir í stuði og skoraði ellefu mörk. Elín Rósa Magnúsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir skoruðu þrjú mörk hver.
Íslenska liðið mætir annað hvort Ítalíu eða Tékklandi í úrslitaleiknum á morgun kl. 17