Endurkoma meistaranna skilaði stigi

Selfoss og Valur skildu jöfn, 27:27, í mögnuðum leik í 3. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. 

Selfoss fór ágætlega af stað og náði 9:7-forskoti um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá settu Valsmenn Hreiðar Levý Guðmundsson í markið og gamli landsliðsmaðurinn lokaði rammanum.

Valur skoraði sjö af níu síðustu mörkunum og voru með þriggja marka forskot í hálfleik, 14:11. 

Valsmenn byrjuðu betur í seinni hálfleik og náðu fimm marka forskoti snemma, 17:12. Valsmenn héldu þeirri forystu næstu mínútur og var staðan 20:15 þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. 

Valsmenn náðu mest sex marka forskoti en Selfyssingar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 21:18, þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka og svo tvö, 24:22, þegar átta mínútur voru eftir. 

Áfram héldu Selfyssingar og komust þeir yfir í fyrsta skipti í seinni hálfleik skömmu fyrir leikslok, 26:25. Vignir Stefánsson jafnaði í 27:27 þegar 20 sekúndur voru til leiksloka. Selfossi tókst ekki að ná skoti að marki í lokasókninni og skildu liðin því jöfn. 

Valur 27:27 Selfoss opna loka
60. mín. Valur tekur leikhlé Akkúrat ein mínúta eftir. Þetta er æsispennandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka