Fram vann sannfærandi 32:17-heimasigur á ÍBV í 2. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í dag. Fram hefur unnið báða leiki sína til þessa sannfærandi á meðan ÍBV er með tvö stig.
Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9:1, Fram í vil, og var eftirleikurinn auðveldur fyrir sterka Framara.
Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram og Steinunn Björnsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir skoruðu fimm mörk hvor.
Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic skoruðu fjögur mörk hvor fyrir ÍBV.