Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Króatíu í Osijek í Króatíu í undankeppni EM 2020 í dag. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppninni.
Sautján leikmenn voru valdir fyrir leikinn gegn Króötum og svo Frökkum á sunnudaginn kemur en Frakkaleikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. Sextán leikmenn eru í hópnum í dag og það verður því hlutskipti Helenu Rutar Örvarsdóttir, leikmann danska liðsins SönderjyskE, að hvíla í dag.