Meistararnir of sterkir fyrir nýliðana

Selfoss ggerði jafntefli við Val í síðustu umferð.
Selfoss ggerði jafntefli við Val í síðustu umferð. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Selfoss vann góðan sigur á HK í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem HK sýndi mikla mótspyrnu í fyrri hálfleik en Íslandsmeistararnir voru sannfærandi í seinni hálfleik og sigruðu 29:25.

Selfyssingar byrjuðu mun betur í leiknum og höfðu fjögurra marka forskot um miðjan fyrri hálfleikinn, 8:4. Þá tóku HK menn leikhlé og stilltu sína strengi svo um munaði. Þeir gerðu 5:1 áhlaup og komust svo yfir í fyrsta sinn þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 11:12. Selfyssingar voru staðir í vörninni og sóknarleikurinn gekk illa á þessum kafla en HK lokaði fyrri hálfleiknum á 4:1 áhlaupi og staðan var 12:14 í leikhléi.

Það var allt annað að sjá til Selfyssinga í seinni hálfleiknum. Þeir skoruðu fyrstu þrjú mörkin og komust strax yfir 15:14. Íslandsmeistararnir litu ekki til baka eftir það heldur juku forskotið jafnt og þétt. Haukur Þrastarson var á flugi í seinni hálfleiknum og skoraði sex mörk, en annars voru það markmenn beggja liða sem áttu sviðið. Þeir Sölvi Ólafsson og Davíð Svansson vörðu báðir sextán skot, þar af varði Sölvi þrjú vítaskot í marki Selfoss.

Haukur var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk og Hergeir Grímsson skoraði 6/3. 

Hjá HK voru Garðar Svansson og Blær Hinriksson báðir með 5 mörk en Blær var drjúgur í sóknarleik HK og átti í það minnsta fimm stoðsendingar.

Selfoss 29:25 HK opna loka
60. mín. Selfoss tapar boltanum Hergeir og Árni Steinn reyna sirkusmark. Dæmd lína.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert