Gestur sleit aftur krossband í hné

Gestur Ólafur Ingvarsson.
Gestur Ólafur Ingvarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meiðslin sem Gestur Ólafur Ingvarsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, varð fyrir í leiknum gegn FH í Olís-deildinni í Kaplakrika á sunnudagskvöldið reyndust alvarleg.

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, staðfestir í samtali við Vísi að Gestur sé með slitið krossband í hné en þetta er í annað sinn á rúmu ári sem leikmaðurinn verður fyrir því að slíta krossabandið.

Gestur Ólafur leikur því ekki meira með Mosfellingum á leiktíðinni en hann hafði skorað 11 mörk í fyrstu fjórum leikjum Aftureldingar í deildinni á tímabilinu.

„Hann fer í aðgerð í lok október. Tímabilinu er lokið hjá honum. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann og alla sem standa að þessu,“ segir Einar Andri í samtali við Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert