Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo, er einn fjögurra leikmanna sem tilnefndur er sem leikmaður septembermánaðar í þýsku Bundesligunni í handknattleik.
Bjarki Már, sem yfirgaf Füchse Berlín í sumar og gekk í raðir Lemgo, hefur farið á kostum í deildinni á tímabilinu. Hann er markahæstur í deildinni með 64 mörk.
Bjarka héldu engin bönd í september en í fimm leikjum Lemgo skoraði hornamaðurinn knái 50 mörk eða 10 mörk að meðaltali í leik. Bjarki Már hóf svo október með látum en hann skoraði 13 mörk úr 13 skotum í tapi gegn Kiel um síðustu helgi.
Auk Bjarka eru tilnefndir þeir Stefan Cavor (Wetzlar), Morten Olsen (Hannover-Burgdorf) og markvörðurinn Demenico Ebner (Hannover Burgdorf).
Hægt er taka þátt í vali á leikmanni septembermánaðar HÉR