Sögulegur sigur Einars og lærisveina hans

Áhorfendur studdu lið H71 dyggilega í Höllinni á Hálsi.
Áhorfendur studdu lið H71 dyggilega í Höllinni á Hálsi. Ljósmynd/Sverri Egholm

Gríðarleg stemning var í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn í gærkvöld þegar færeyska meistaraliðið H71 frá Hoyvík gerði sér lítið fyrir og vann slóvenska liðið Maribor Branik, 25:24, í fyrri leik liðanna í 2. umferð Áskorendabikars karla í handknattleik.

Einar Jónsson tók við þjálfun H71 í sumar og undir hans stjórn þreytir liðið nú frumraun sína í Evrópukeppni. Félagið samdi við Maribor um að báðir leikirnir færu fram í Færeyjum. Keppnishöllin í Hoyvík er ekki lögleg fyrir Evrópuleiki og því fara  báðir leikirnir fram í þjóðarhöll Færeyinga í Þórshöfn. Sá seinni verður á morgun.

Leikurinn var lengst af jafn og spennandi, þó H71 hefði um tíma náð sjö marka forystu, og leikmenn færeyska liðsins voru vel studdir af fullu húsi áhorfenda í Höllinni á Hálsi. Peter Krogh var markahæstur í færeyska liðinu með 6 mörk og þeir Vilhelm Poulsen og Pætur Mikkjalsson gerðu 5 mörk hvor.

Einar Jónsson þjálfari H71 fylgist með sínum mönnum í leiknum …
Einar Jónsson þjálfari H71 fylgist með sínum mönnum í leiknum í gærkvöld. Ljósmynd/Sverri Egholm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert