Oddur með stórleik í óvæntum sigri

Oddur Gretarsson skoraði átta mörk.
Oddur Gretarsson skoraði átta mörk.

Balingen vann óvæntan 31:30-sigur á Füchse Berlin í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Balingen með átta mörk. Balingen er í 14. sæti með sex stig en Berlínarliðið er í áttunda sæti með tólf stig. 

Erlangen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, þurfti að sætta sig við 27:32-tap gegn Magdeburg á útivelli. Erlangen er í níunda sæti deildarinnar með tíu stig. 

Þá töpuðu lærisveinar Geirs Sveinssonar á heimavelli fyrri Minden, 25:26. Nordhorn er í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir tíu leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert