Afturelding komst upp á hlið Hauka í efsta sæti Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld með eins marks sigri á Íslandsmeisturum Selfoss, 32:31, í lokaleik sjöundu umferðar deildarinnar að Varmá í kvöld. Selfoss var marki þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Frábær leikur Aftureldingar í síðari hálfleik þar sem Birkir Benediktsson og Gunnar Kristinn Þórsson voru fremstir jafningja skilað liðinu miklvægum sigri. Endaspretturinn var Aftureldingarmanna sem sneri taflinu við eftir erfiðan fyrri hálfleik.
Selfoss er í fjórða sæti deildarinnar með níu stig.
Leikmenn Aftureldingar voru lengi í gang gegn Íslandsmeisturunum frá Selfossi. Gestirnir skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins og fimm af fyrstu sex. Engu var líkara en Mosfellingar væri flemdri slegnir. Sú reyndist þó ekki raunin. Loks rönkuðu þeir við sér og biru frá sér með góðum kafla. Afturelding jafnaði metin, 7:7, þegar hálfleikurin var nærri hálfnaði og tókst að komast yfir, 9:8, skömmu síðar. Birkir Benediktsson fór mikinn í sóknarleik Aftureldingar á þessu kafla. Selfyssingar komu til baka og nýttu sér vel að verða manni fleiri um skeið og náðu þriggja marka forskoti, 13:10. Haukur Þrastarson var allt í öllu í sóknarleik og kom að flestum mörkum liðsins eins og stundum áður. Því forskoti hélt liðið meira og minna til loka hálfleiksins þegar staðan var, 17:14. Haukur Þrastarson var allt í öllu í sóknarleik og kom að flestum mörkum liðsins eins og stundum áður.
Markverðir liðanna náðu sér lítt á strik í fyrri hálfleik og er sennilega hægt að skrifa hluta þeirrar ástæðu af fremur dauflegan varnarleik beggja liða. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður, Aftureldingar lifnaði við á lokasprettinum og varði afar mikilvæg skot þegar upp var staðið.
Selfossliðið hélt áfram frumkvæðinu framan af síðari hálfleik og stóðst lengi vel áhlaup Aftureldingarmanna. Sem fyrr var fátt um varnir og markverðir fremur daufir. Aftureldingarmenn náðu loks að jafna metin, 24:24, þegar fyrri hálfleikur var rétt liðlega hálfnaður. Eftir þetta var jafnt á öllum tölur og leikurinn afar spennandi. Loft var lævi blandið að Varmá. Guðmundur Árni Ólafsson, Selfyssingurinn í liði Aftureldingar, kom Aftureldingu tveimur mörkum yfir, 30:28, hálfri þriðju mínútu fyrir leikslok og Birkir Benediktsson, 31:29, rúmri mínútur fyrir leikslokin. Spennan var gríðarlega síðustu mínútuna en þrátt fyrir ákafar tilraunir Selfoss-liðsins tókst því ekki að jafna metin. Afturelding vann því góðan sigur eftir að hafa leikið vel í síðari hálfleik, ekki síst í sókninni, en lykilatriðið var samt að liðinu tókst að loka á Hauk Þrastarson síðasta stundarfjórðung leiksins. Hann komst hvorki lönd né strönd gegn Gunnari Kristni Þórssyni og er reyndar ekki sá fyrsti sem lendir í erfiðleikum á móti Gunnari.
Birkir Benediktsson átti stórleik fyrir Aftureldingu . Hann skoraði 10 mörk. Guðmundur Árni Ólafsson var næstur með sjö mörk. Haukur Þrastarson var markahæstur hjá Selfossi með sjö mörk, þar af sex í fyrri hálfleik. Guðjón Baldur Ómarsson skoraði sex mörk.