Gísli Þorgeir fór úr axlarlið

Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson. Ljósmynd/Kiel

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í kvöld varð landsliðsmaður­inn Gísli Þor­geir Kristjáns­son, leikmaður Kiel, fyr­ir meiðslum í viður­eign Rhein-Neckar Löwen og Kiel í þýsku Bundeslig­unni í hand­knatt­leik.

Gísli Þor­geir var studd­ur af leik­velli á 53. mín­útu eft­ir að hafa lent illa í gólf­inu. Hann var flutt­ur á sjúkra­hús og við skoðun þar kom í ljós að hann fór úr liði í vinstri öxl­inni. Lækn­ar náðu að koma öxl­inni aft­ur í liðinn en Gísli fer í mynda­töku á morg­un og þá ætti að skýr­ast hvort liðbönd í öxl­inni hafi skadd­ast.

Ljóst er Gísli verður frá í ein­hvern tíma en hversu lengi er ekki vitað og hvort hann verði bú­inn að ná sér í tæka tíð áður en Evr­ópu­mótið hefst í janú­ar.

Gísli átti góða inn­komu með liði Kiel áður en hann varð fyr­ir meiðsl­un­um en Löwen fór með sig­ur af hólmi 26:25 eft­ir að Kiel hafði náð sjö marka for­skoti í fyrri hálfleik.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka