Sannfærandi hjá Selfyssingum

Fram og Selfoss mættust í undanúrslitum bikarsins í fyrra.
Fram og Selfoss mættust í undanúrslitum bikarsins í fyrra. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Selfoss vann öruggan sigur á Fram í Olísdeild karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Lokatölur urðu 30:24.

Selfoss náði þriggja marka forskoti í upphafi leiks en Fram jafnaði 7:7 um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það var leikurinn í járnum þangað til undir lok fyrri hálfleiks að Fram gerði hver mistökin á fætur öðrum og Selfoss náði 4:1 áhlaupi. Staðan var 17:15 í leikhléi.

Fram jafnaði 18:18 í upphafi seinni hálfleiks en það mistókst og eftir það má segja að Selfyssingar hafi ekki gefið fleiri færi á sér. Þeir juku forskotið jafnt og þétt og náðu mest sex marka forystu.

Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga með 8/4 mörk en hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Hergeir Grímsson skoraði 5/1 og Atli Ævar Ingólfsson 5. Einar Baldvin Baldvinsson varði 10 skot í marki Selfoss.

Hjá Fram voru Þorgrímur Smári Ólafsson og Andri Heimir Friðriksson markahæstir með 5 mörk og Lárus Helgi Ólafsson varði 10/1 skot í markinu.

Selfossi er áfram í 4. sæti deildarinnar, nú með 13 stig en Fram er í 9. Sæti með 7 stig. 

Selfoss 30:24 Fram opna loka
60. mín. Guðni Ingvarsson (Selfoss) skoraði mark Enn ein stoðsendingin hjá Hergeiri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert