Alexander Petersson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og landsliðsmaður Íslands um langt árabil, er í 28 manna hópi sem Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur valið og tilkynnt til EHF vegna Evrópukeppninnar sem fram fer í janúarmánuði.
Alexander, sem er 39 ára gamall, dró sig í hlé frá landsliðinu árið 2016 en hann hefur spilað 173 landsleiki og skorað í þeim 694 mörk.
Í tilkynningu frá HSÍ er tekið fram að Alexander gefi kost á sér á nýjan leik og er því tilbúinn til að spila á EM í janúar verði hann valinn í lokahópinn. Alexander er einn þriggja leikmanna í hópnum sem unnu til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og einn fjögurra sem unnu til bronsverðlauna á EM 2010.
Ómar Ingi Magnússon, sem hefur leikið í stöðu hægri skyttu undanfarin ár, er ekki í hópnum en hann hefur ekkert spilað síðan í vor vegna höfuðmeiðsla. Stefán Rafn Sigurmannsson vinstri hornamaður er heldur ekki í hópnum en hann hefur lítið spilað með Pick Szeged í vetur vegna meiðsla.
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson Hamburg 84/6
Ágúst Elí Björgvinsson IK Sävehof 31/0
Björgvin Páll Gústafsson Skjern 221/13
Viktor Gísli Hallgrímsson GOG 9/0
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson Lemgo 63/141
Guðjón Valur Sigurðsson PSG 356/1853
Oddur Gretarsson Balingen-Weilstetten 18/31
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson Barcelona 141/553
Elvar Ásgeirsson TVB 1898 Stuttgart 0/0
Ólafur Andrés Guðmundsson Kristianstad 115/215
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson Skjern 26/80
Gísli Þorgeir Kristjánsson Kiel 23/31
Haukur Þrastarson Selfoss 12/15
Janus Daði Smárason Aalborg 37/41
Hægri skytta:
Alexander Petersson Rhein-Neckar Löwen 173/694
Kristján Örn Kristjánsson ÍBV 7/13
Teitur Örn Einarsson Kristianstad 18/18
Viggó Kristjánsson Wetzlar 2/3
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson Bergischer 105/311
Óðinn Þór Ríkharðsson GOG 13/42
Sigvaldi Björn Guðjónsson Elverum 20/37
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson GOG 45/65
Elliði Snær Viðarsson ÍBV 6/4
Kári Kristján Kristjánsson ÍBV 137/162
Sveinn Jóhannsson SönderjyskE 7/14
Ýmir Örn Gíslason Valur 33/14
Varnarmenn:
Daníel Þór Ingason Ribe Esbjerg 30/9
Ólafur Gústafsson Kolding 43/48