Alfreð Gíslason í Heiðurshöll ÍSÍ

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hand­knatt­leiksmaður­inn og þjálf­ar­inn Al­freð Gísla­son var í kvöld tek­inn inn í Heiðurs­höll ÍSÍ og er hann 19. íþróttamaður­inn sem hlýt­ur þann heiður. Hann tók við verðlaun­um þess efn­is í Hörpu.

Al­freð Gísla­son er fædd­ur þann 7. sept­em­ber árið 1959. Al­freð átti far­sæl­an fer­il sem hand­knatt­leiks­leikmaður. Hann varð bikar­meist­ari með KR árið 1982 og Bi­da­soa Irún á Spáni árið 1991. Hann varð einnig tvisvar sinn­um þýsk­ur meist­ari með TUSEM Essen.

Al­freð var burðarás í landsliði Íslands, en hann lék 190 leiki fyr­ir ís­lenska landsliðið í hand­knatt­leik og skoraði í þeim 542 mörk. Hann var val­inn besti leikmaður B-keppn­inn­ar í Frakklandi 1989 þar sem Ísland fór með sig­ur af hólmi. Al­freð var kjör­inn Íþróttamaður árs­ins árið 1989. 

Al­freð þjálfaði upp­eld­is­fé­lag sitt, KA, í sex ár. Hann gerði KA að bikar­meist­ur­um 1995 og 1996, deild­ar­meist­ur­um 1996 og Íslands­meist­ur­um 1997. Því næst fór Al­freð til Þýska­lands þar sem hann þjálfaði sam­fleytt í 22 ár. Fyrst hjá Hameln í tvö ár, en tók við Madgeburg árið 1999 og þjálfaði þar í sjö ár. Hann gerði Mag­deburg að þýsk­um meist­ur­um og EHF-bikar­meist­ur­um 2001 og ári seinna vann liðið Meist­ara­deild Evr­ópu.

Á ár­un­um 2006 til 2008 þjálfaði Al­freð Gum­mers­bach. Hann var landsliðsþjálf­ari Íslands 2006 til 2008 og stýrði ís­lenska liðinu á HM 2007 og EM 2008. Árið 2008 tók Al­freð við Kiel. Und­ir hans stjórn varð Kiel sex sinn­um þýsk­ur meist­ari, sex sinn­um bikar­meist­ari, vann Meist­ara­deild Evr­ópu tvisvar sinn­um og EHF-bik­ar­inn einu sinni.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert