Guðmundur fer með sautján til Malmö

Viktor Gísli Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson fara báðir til …
Viktor Gísli Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson fara báðir til Malmö. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, tilkynnti rétt í þessu þann sautján manna hóp sem mun hefja Evrópukeppnina á laugardaginn þegar Ísland mætir heimsmeisturunum frá Danmörku í fyrsta leik sínum í Malmö í Svíþjóð.

Af þeim nítján sem voru í lokaundirbúningnum fyrir EM sitja þeir Ágúst Elí Björgvinsson markvörður og Daníel Þór Ingason eftir heima. Fram kom á fréttamannafundi HSÍ að Daníel hefði fingurbrotnað eftir áramótin.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Skjern
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo
Guðjón Valur Sigurðsson, París SG

Vinstri skyttur:
Aron Pálmarsson, Barcelona
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad

Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson, Skjern
Haukur Þrastarson, Selfossi
Janus Daði Smárason, Aalborg

Hægri skyttur:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen
Viggó Kristjánsson, Wetzlar

Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Elverum

Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, GOG
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Sveinn Jóhannsson, SønderjyskE
Ýmir Örn Gíslason, Val

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert