Þegar valdahlutföllin breyttust

Mats Olsson, Per Carlén og Magnus Wislander með gullverðlaunin 1990.
Mats Olsson, Per Carlén og Magnus Wislander með gullverðlaunin 1990.

Segja má að valda­hlut­föll­in í hand­bolt­an­um hjá körl­un­um hafi breyst fyr­ir þrjá­tíu árum síðan þegar Svíþjóð og Sov­ét­rík­in mætt­ust í eft­ir­minni­leg­um úr­slita­leik á heims­meist­ara­mót­inu í Tékkó­slóvakíu árið 1990. Sví­ar náðu þá að verða heims­meist­ar­ar í fyrsta skipti síðan 1958 en sá kjarni leik­manna átti eft­ir að vinna fleiri stór­mót. 

Þegar kom að úr­slita­leikn­um á HM 1990 var talið nán­ast óhugs­andi að lið Sov­ét­ríkj­anna myndi tapa. Stærsta hindr­un­in á leiðinni í úr­slita­leik­inn var tal­in vera Júgó­slav­ía með sig­ur­sæla kappa inn­an­borðs eins og Mile Isa­kovic og Vesel­in Vujovic. Þeir voru hins veg­ar farn­ir að eld­ast og Sov­ét­menn unnu 24:22 þegar þjóðirn­ar mætt­ust í mill­iriðli. Þar mætti Sov­ét­rík­in einnig Íslandi og vann sann­fær­andi sig­ur 27:19. Geir Sveins­son var marka­hæst­ur í ís­lenska liðinu með 6 mörk og Al­freð Gísla­son skoraði 5. 

Sov­ét­menn höfðu ekki bara við óviðráðan­leg­ir á HM 1990. Aðal­atriðið var að liðið hafði varla tapað leik í tvö ár. Þegar kom að úr­slita­leikn­um í Prag 10. mars 1990 þá hafði lið Sov­ét­ríkj­anna varla tapað síðan það mátti játa sig sigrað gegn Íslandi í Laug­ar­dals­höll­inni á Flug­leiðamót­inu í lok ág­úst 1988. Ísland vann 23:21 fyr­ir fram­an þrjú þúsund áhorf­end­ur og skoraði Páll Ólafs­son síðasta mark leiks­ins. Þá höfðu Sov­ét­menn raun­ar ekki tapað leik í tíu mánuði. 

Tutsjkin í úrslitaleiknum 1990 en hann skoraði 11 mörk.
Tut­sjk­in í úr­slita­leikn­um 1990 en hann skoraði 11 mörk. Skjá­skot

Sov­ét­menn höfðu byggt upp nýtt lið eft­ir HM 1986 sem varð nán­ast ósigrandi. Sov­ét­rík­in höfnuðu 10. sæti á HM í Sviss árið 1986 og það var meira en menn gátu sætt sig við. Nýtt lið var sett sam­an enda afar hæfi­leika­rík­ir leik­menn sem voru að koma upp. Markvörður­inn Andrei Lavr­ov er einn sá besti sem fram hef­ur komið, Al­eks­andr Tut­sjk­in gat raðað inn mörk­um og Andrei Xepk­in átti magnaðan fer­il með Barcelona síðar meir. Allt gekk að ósk­um á Ólymp­íu­leik­un­um í S-Kór­eu árið 1988 þar sem Sov­ét­menn urðu ólymp­íu­meist­ar­ar og unnu alla sex leiki sína. Þegar að úr­slita­leikn­um árið 1990 kom höfðu þeir því unnið tólf leiki í röð á stór­móti. 

Sví­ar veðjuðu einnig á sterka kyn­slóð

Sov­ét­menn voru ekki þeir einu sem voru að smíða lið úr hæfi­leika­rík­um mönn­um af sömu kyn­slóð. Sví­ar höfðu áttað sig á að þeir voru með mann­skap í hönd­un­um sem gæti blandað sér í bar­átt­una við bestu landsliðin. Þeir fengu tæki­færi og Sví­um gekk ágæt­lega á HM 1986 og ÓL 1988 þar sem liðið hafnaði í 5. sæti. Sví­ar fóru á HM 1990 með hófstillt­ar vænt­ing­ar þar sem markið var fyrst sett á að tryggja liðinu keppn­is­rétt á Ólymp­íu­leik­un­um 1992. Ekki þurfti liðið að hafa áhyggj­ur af keppn­is­rétti á HM 1993 því mótið var haldið í Svíþjóð. Þar skyldi liðið toppa. 

Sví­ar unnu fram­bæri­leg lið á leið sinni í úr­slita­leik­inn eins og Frakk­land, Ung­verja­land, Tékk­land og Suður-Kór­eu. Þeir töpuðu síðasta leikn­um í mill­iriðli gegn Rúm­en­íu en hann hafði ekk­ert að segja fyr­ir Svía sem voru ör­ugg­ir um sæti í úr­slita­leikn­um. Flest­ir töldu hinn mill­iriðil­inn vera mun sterk­ari en svo gott sem eng­inn bjóst við öðru en að ólymp­íu­meist­ar­arn­ir myndi vinna Sví­ana í úr­slita­leikn­um. Jafn­vel yrði um stór­sig­ur að ræða ef Sví­ar myndu ekki leika skyn­sam­lega eins og öfl­ug lið á borð við Aust­ur-Þýska­land og Spán fengu að kynn­ast á mót­inu. 

Tomas Svensson á landsliðsæfingu ásamt Alexander Petersson í byrjun þessa …
Tom­as Svens­son á landsliðsæfingu ásamt Al­ex­and­er Peters­son í byrj­un þessa mánaðar. mbl.is/​Rax

Álits­gjaf­ar nefndu nokk­ur atriði í aðdrag­anda leiks­ins sem þyrftu að vera í lagi hjá Sví­um til að þeir gætu átt ein­hverja mögu­leika. Markvörður­inn Mats Ols­son þyrfti að eiga stór­leik í mark­inu en lík­urn­ar á slíku voru nú yf­ir­leitt meiri en minni. Ásamt hon­um skipaði Tom­as okk­ar Svens­son markv­arðat­eymi Svía í mót­inu en Svens­son var markv­arðaþjálf­ari ís­lenska landsliðsins á EM í Svíþjóð sem lýk­ur í Stokk­hólmi í dag.

Fleiri atriði þurftu að ganga upp hjá Sví­um í leikn­um. Skjóta þurfti niðri á Lavr­ov og spila sókn­ir í lengri kant­in­um til að gera Sov­ét­menn­ina óþol­in­móða. Staff­an Ols­son yrði að ógna veru­lega í sókn­inni því hann var svo gott sem eini sem náði upp í hæð Sov­ét­manna en í varn­ar­múrn­um voru menn yfir tvo metra eins og Xepk­in, Vjacheslav Ata­vin og Júrí Nesterov. Með öguðum sókn­ar­leik væri hægt að koma í veg fyr­ir hraðaupp­hlaup Sov­ét­manna en ris­arn­ir í vörn þeirra voru svo fljót­ir fram að eft­ir var tekið og í horn­inu var hinn reyndi Al­eks­andr Kars­hakevit­sj. Einn fárra sem „lifði af“ breyt­ing­arn­ar á liðinu eft­ir HM 1986. 

Vörn­in þróuð í ára­tug

Sví­ar höfðu stefnt mark­visst að því að kom­ast í fremstu röð og höfðu þróað varn­ar­leik sinn í ára­tug eða svo. Vörn liðsins var mjög sterk og átti stór­an þátt í sigr­in­um á HM. Þar voru mikl­ir ref­ir sem ís­lenska landsliðið fékk því miður oft að kenna á: Staff­an Ols­son, Per Car­lén, Magn­us Wisland­er og Ola Lind­gren. Sá síðast­nefndi tók svo upp á því að eiga stór­leik í sókn­inni með mörk­um utan af velli í síðari hálfleik og létti það mjög á sókn­inni hjá Sví­um. Car­lén lék vel á lín­unni þótt hann hafi meiðst á mót­inu og Wisland­er stjórnaði leikn­um frá­bær­lega á miðjunni. Þegar sænska vörn­in stóð sína vakt á þess­um árum létu Mats Ols­son og Svens­son ekki sitt eft­ir liggja og oft skilaði það rakett­unni Erik Hajas hraðaupp­hlaup­um en Sov­ét­mönn­um tókst þó að halda nokkuð vel aft­ur af hon­um í úr­slita­leikn­um. 

Sov­ét­menn höfðu frum­kvæðið í fyrri hálfleik og voru yfir 12:11 að hon­um lokn­um. Þar sem sjálfs­traustið var gott í sænska liðinu töldu álits­gjaf­ar að þeir gætu landað sigri ef þeim tæk­ist að hanga inni í leikn­um þar til kort­er eða tíu mín­út­ur voru eft­ir. Sú varð raun­in en Sví­ar komust yfir í fyrsta skipti í leikn­um á 39. mín­útu, 15:14. Smám sam­an gengu Sví­ar á lagið en Sov­ét­menn brotnuðu á sama tíma. Þegar leið á leik­inn kom í ljós að leik­gleðin og sig­ur­vilj­inn var meiri hjá Sví­um. Þeirra leik­ur var nán­ast full­kom­lega út­færður og þegar stemn­ing­in tók yfir á lokakafl­an­um juku þeir for­skotið og unnu 27:23. 

Markvörðurinn Andrei Lavrov lokar hér á sjónvarpsmanninn Einar Örn Jónsson …
Markvörður­inn Andrei Lavr­ov lok­ar hér á sjón­varps­mann­inn Ein­ar Örn Jóns­son í lands­leik. mbl.is/​Mika­el Fors­lund

Þótt sænska vörn­in hafi verið öfl­ug, og Ols­son góður fyr­ir aft­an þá, dugði það ekki til að halda aft­ur af örv­hentu skytt­unni Tut­sjk­in. Skoraði hann 11 mörk og var auk þess val­inn besti leikmaður móts­ins. Wisland­er fékk mest hrós í sænska liðinu en þar skilaði liðsheild­in sigr­in­um.

Þess má geta að á vara­manna­bekk liðanna voru mjög snjall­ir leik­menn. Þar sat fyr­irliði Svía, Björn Jil­sen, sem kom­inn var af létt­asta skeiði í bolt­an­um. En hann var víta­skytta liðsins eins og áður. Fórst það vel úr hendi sem var ekki sjálfsagt gegn Lavr­ov. Á bekkn­um sat einnig gald­armaður­inn Magn­us And­ers­son. Hann kom lítið við sögu í leikn­um en átti eft­ir að springa út síðar. Svipað má segja um Mik­hail Jakimovit­sj hjá Sov­ét­mönn­um og á bekkn­um hjá þeim var einnig Val­eri Gop­in. 

Sjald­gæft að fagna öll­um mörk­um

Sál­ræni þátt­ur­inn og hug­ar­farið var einn af þeim þátt­um sem skiluðu Sví­um óvænt­um heims­meist­ara­titli fyr­ir þrjá­tíu árum. Leik­menn liðsins höfðu gott sjálfs­traust og fór það ekki fram­hjá þeim sem fylgd­ust með. Liðið hafði vakið at­hygli fyr­ir að fagna nán­ast hverju ein­asta marki. Slíkt gera svo gott sem öll lið í dag en á þeim tíma þegar al­var­leg­ir menn frá aust­ur­hluta Evr­ópu voru áber­andi í hand­bolt­an­um þótti þetta sér­stakt. Litu marg­ir á þetta sem mont og egó­isma hjá Sví­um.

Ávinn­ing­ur­inn af þessu uppá­tæki var tvíþætt­ur. Ann­ars veg­ar skapa fagn­ar­læt­in betri stemn­ingu í eig­in her­búðum, eins og öll lið áttuðu sig á síðar, en um leið fór þetta í taug­arn­ar á mörg­um and­stæðing­um þeirra. Hand­bolta­menn fögnuðu ekki stök­um mörk­um nema seint í leikj­um þegar úr­slit­in voru að ráðast. 

Umfjöllun Morgunblaðsins um úrslitaleikinn 13. mars 1990.
Um­fjöll­un Morg­un­blaðsins um úr­slita­leik­inn 13. mars 1990.

„Við höfðum gam­an að því að spila. Við viss­um að við gæt­um sigrað en þyrft­um að hafa fyr­ir því og ég held að leik­gleðin hafi ráðið úr­slit­um. Mun­ur­inn var kannski sá að okk­ur langaði til að verða heims­meist­ar­ar en Sov­ét­menn aðeins að skila sinni vinnu,“ sagði Car­lén við Morg­un­blaðið 13. mars 1990. 

„Ég trúi þessu ekki. Það er ótrú­legt að þetta hafi gerst,“ sagði Mats Ols­son þegar Logi Berg­mann Eiðsson, blaðamaður Morg­un­blaðsins, sveif á hann á flug­vell­in­um í Prag. Bengt Johanns­son, þjálf­ari Svía, sagði við Steinþór Guðbjarts­son, hinn blaðamann Morg­un­blaðsins á mót­inu, að Sov­ét­rík­in væru besta liðið. „Af hverj­um 10 leikj­um við Sov­ét­menn gæt­um við sigrað í þrem­ur og þetta var einn þeirra.“

Unnu mörg stór­mót til viðbót­ar

Í fram­hald­inu breytt­ist ásýnd stór­mót­anna í hand­bolt­an­um. Þeim var jú fjölgað en þegar stórliðin Sov­ét­rík­in og Júgó­slav­ía splundruðust þá urðu til fleiri sterk lið en ekki eins ógn­ar­sterk. Var þetta síðasta stór­mótið hjá Sov­ét­ríkj­un­um í hand­bolt­an­um. Á Ólymp­íu­leik­un­um 1992 léku leik­menn liðsins sem Sam­veldi sjálf­stæðra ríkja og var ólymp­íuf­án­inn brúkaður fyr­ir liðið. Sam­veldið varð ólymp­íu­meist­ari og þá létu Jakimovit­sj og Gop­in meira að sér kveða. Þegar Rúss­land mætti með eigið lið eft­ir fall Sov­ét­ríkj­anna varð Rúss­land heims­meist­ari 1993 og 1997. Liðið varð Ólymp­íu­meist­ari árið 2000 og Evr­ópu­meist­ari 1996.

Á þess­ar öld hef­ur hins veg­ar hallað veru­lega und­an fæti hjá karlaliði Rúss­lands en kvennaliðið hef­ur lengi verið í fremstu röð. 

Sví­ar unnu hins veg­ar vel úr sínu og sig­ur­inn á HM 1990 var ekki stak­ur sig­ur á stór­móti. Vel­gengn­in hófst á HM fyr­ir þrjá­tíu árum og þá brutu þeir mik­inn ís. Sig­ur liðsins hjálpaði íþrótt­inni mjög í Svíþjóð en þar átti hún und­ir högg að sækja í sam­keppni við aðrar íþrótta­grein­ar eins og kem­ur fram í viðtöl­um frá 1990.  

Sænska liðið þótti valda von­brigðum á HM á heima­velli 1993 en marg­ir muna eft­ir hinum níðþröngu „sund­bún­ing­um“ sem liðið lék í. Sví­ar náðu ekki held­ur að sýna sín­ar bestu hliðar á HM á Íslandi 1995. EM var hins veg­ar vett­vang­ur þar sem Sví­arn­ir léku við hvern sinn fing­ur. Þeir unnu EM 1994, 1998, 2000 og 2002 á heima­velli. Liðið varð aft­ur heims­meist­ari árið 1999. Svens­son, Hajas, Wisland­er, Lind­gren, Staff­an Ols­son og fleiri héldu lengi áfram og Magn­us And­ers­son fékk stærra hlut­verk eins og Pier­re Thor­son sem lék úr­slita­leik­inn 1990 í hægra horn­inu.

Stund­um var talið að sænsku kemp­urn­ar héldu sér gang­andi í þeirri von um að verða ólymp­íu­meist­ar­ar einn dag­inn. Það hafðist ekki en liðið fékk silf­ur­verðlaun­in á þrenn­um leik­um í röð: 1992, 1996 og 2000. Sví­ar sem höfðu verið svo snjall­ir í íþrótta­sál­fræðinni féllu ef til vill á því sál­ræna prófi. 

Staffan Olsson og Bengt Johansson þjálfari fagna sigri á EM …
Staff­an Ols­son og Bengt Johans­son þjálf­ari fagna sigri á EM f2000 eða fyr­ir tutt­ugu árum. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert