Grímur Hergeirsson mun hætta sem þjálfari Íslandsmeistara Selfoss eftir yfirstandandi tímabil en hann staðfesti þetta í viðtali við Vísi í dag.
Grímur var aðstoðarþjálfari í fyrra en tók við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem flutti sig til Danmerkur og tók við liði Skjern. Selfoss varð Íslandsmeistari karla í handbolta í fyrsta skipti síðasta vetur eftir sigur á Haukum í úrslitum en liðið er sem stendur í 6. sæti Olísdeildarinnar eftir 16 umferðir.
„Það stóð aldrei til að ég yrði lengi í þessu starfi og strákarnir hafa örugglega gott af því að hvíla sig aðeins á mér enda búinn að vera þarna lengi,“ sagði Grímur meðal annars en frétt Vísis má lesa með því að smella hér.