Einar tvöfaldur bikarmeistari í Færeyjum

Einar og kvennalið H71 fagna bikarmeistaratitlinum.
Einar og kvennalið H71 fagna bikarmeistaratitlinum. Ljósmynd/H71

Handknattleiksþjálfarinn Einar Jónsson átti afar góðu gengi að fagna þegar færeysku bikarhelginni lauk í gær. Einar gerði karla- og kvennalið H71 að bikarmeisturum. 

Einar stýrði karla- og kvennaliðum H71 til sigurs í úrslitaleikjum. Karlaliðið vann 23:18-sigur á Kyndli. Bikartitillinn var sá fjórði í sögu félagsins. Í kvennaflokki hafði H71 betur gegn VÍF, 23:22, og vann sinn fyrsta bikartitil kvenna í sögunni. 

Báðum liðum gengur vel í deildinni í Færeyjum. Karlaliðið er á toppnum með 22 stig, sex stigum á undan næstu liðum. Kvennaliðið er í þriðja sæti, tveimur stigum frá toppnum. 

Ein­ar er upp­al­inn Fram­ari og hef­ur hér heima stýrt karlaliðum Fram, Stjörn­unn­ar og Gróttu. Hann stýrði lengi kvennaliði Fram og var aðstoðarþjálf­ari kvenna­landsliðsins um tíma. 

Einar Jónsson stýrði karlaliði H71 einnig til sigurs í bikarúrslitum.
Einar Jónsson stýrði karlaliði H71 einnig til sigurs í bikarúrslitum. Ljósmynd/H71
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert