Meistaraflokkur karla hjá Stjörnunni í handbolta er kominn í sóttkví eftir að meðlimur í þjálfarateymi liðsins smitaðist af kórónuveirunni.
Ekki er vitað hvaða þjálfari smitaðist, en ljóst er að fleiri innan handknattleikshreyfingarinnar gætu verið smitaðir þar sem Stjarnan hefur leikið þrjá leiki á síðustu átta dögum; gegn ÍBV, Aftureldingu og Fram.
Verða allir leikmenn Stjörnunnar í sóttkví næstu tvær vikurnar vegna smitsins. Fyrr í dag var tilkynnt um ótímabundnar frestanir á handboltanum hérlendis.