Bikarmeistarar Fram í handbolta munu fá góðan liðstyrk fyrir næstu leiktíð því Guðrún Erla Bjarnadóttir mun ganga í raðir félagsins frá Haukum samkvæmt heimildum mbl.is.
Guðrún Erla hefur verið í aðalhlutverki hjá Haukum undanfarin ár og gerði hún 60 mörk í 18 leikjum í Olísdeildinni í vetur. Þá hefur hún einnig leikið með HK og Stjörnunni og verið viðloðandi landsliðið.
Haukar voru í fimmta sæti Olísdeildarinnar þegar tímabilinu var aflýst, með 14 stig eftir 18 leiki. Fram var í toppsætinu með 34 stig og líklegt til afreka í úrslitakeppninni.