Yfirtaka á Akureyri?

KA og Þór voru með sameiginlegt lið undir merkjum Akureyrar …
KA og Þór voru með sameiginlegt lið undir merkjum Akureyrar á árunum 2006 til ársins 2017 en þá slitnaði upp úr samstarfinu. mbl.is/Þórir Tryggvason

Hef­ur KA hug á að ná samn­ing­um við Þór um að sjá um all­an rekst­ur hand­bolta á Ak­ur­eyri? Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins eru umræður um það komn­ar í gang, alla­vega á óform­leg­an hátt, en blaðið fékk í gær ábend­ingu um að KA hefði sent Þór er­indi þess efn­is. KA og Þór tefla fram sam­eig­in­legu liði í úr­vals­deild kvenna í hand­bolta, en liðin leika hvort í sínu lagi í meist­ara­flokki karla.

KA hef­ur leikið í úr­vals­deild karla und­an­far­in tvö tíma­bil og þá tryggðu Þórsar­ar sér sæti í deild­inni á síðustu leiktíð með sigri í 1. deild­inni. Þórsar­ar voru með 28 stig eft­ir fimmtán um­ferðir þegar mót­inu var af­lýst vegna kór­ónu­veirunn­ar en þeir höfðu þá þegar tryggt sér sæti í úr­vals­deild­inni.

Þór og KA tefldu fram sam­eig­in­legu karlaliði und­ir nafn­inu Ak­ur­eyri hand­bolta­fé­lag frá 2006 til 2017 en höfðu fram að því leikið ára­tug­um sam­an hvort í sínu lagi.

Hug­ur í Þórsur­um

Reim­ar Helga­son, fram­kvæmda­stjóri Þórsara, vildi ekki tjá sig um það hvort Þórsur­um hefði borist form­legt er­indi frá KA um að taka yfir rekst­ur hand­knatt­leiks­deild­ar­inn­ar.

„Ég get ekki tjáð mig um þetta mál að svo stöddu,“ sagði Reim­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Að sama skapi held ég að þetta sé spurn­ing sem væri best að beina til for­ráðamanna KA. Hvað okk­ur varðar þá er mik­ill hug­ur í mönn­um fyr­ir vetr­in­um og hand­knatt­leiks­deild­inni en það er ekk­ert laun­ung­ar­mál held­ur að rekst­ur íþrótta­fé­laga í dag er erfiður og gild­ir þar einu hvort um er að ræða fót­bolta, körfu­bolta eða hand­bolta,“ bætti Reim­ar við.

Grein­ina má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert