Evrópuleikjum FH og Aftureldingar frestað

FH og Afturelding leika í Evrópubikarnum.
FH og Afturelding leika í Evrópubikarnum. mbl.is/Árni Sæberg

EHF, Handknattleikssamband Evrópu, tilkynnti í dag að 2. og 3. umferð í Evrópubikar karla í handbolta hafi verið frestað um tæpan mánuð. 

FH og Afturelding eru á meðal þátttökuliða í keppninni í ár, en kórónuveiran gerir félögum erfitt fyrir vegna ferðalaga. Með frestuninni gefur EFH félögum lengri tíma til að skipuleggja leiki. 

Átti 2. umferð að vera spiluð 17. og 18. október en verður þess í stað 14. og 15. nóvember. Þá átti 3. umferð að vera spiluð 21. og 22. nóvember en verður þess í stað spiluð 12. og 13. desember. 

Afturelding byrjar í 2. umferð keppninnar og FH í 3. umferð. Dregið verður í 2. umferð hinn 1. september næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert