Val og Fram spáð meistaratitlum í vetur

Anton Rúnarsson og félagar í Val þykja líklegastir í Olísdeild …
Anton Rúnarsson og félagar í Val þykja líklegastir í Olísdeild karla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valskörl­um og Fram­kon­um er spáð deild­ar­meist­ara­titl­um karla og kvenna í hand­knatt­leik á kom­andi vetri en spá for­ráðamanna fé­lag­anna fyr­ir keppn­is­tíma­bilið 2020-21 var birt núna í há­deg­inu.

Vals­mönn­um er spáð sigri í Olís­deild karla en þeir fengu tutt­ugu stig­um meira í spánni en Hauk­ar sem spáð er öðru sæt­inu. ÍR og Gróttu er spáð falli úr deild­inni en HK er spáð sigri í 1. deild­inni, Grill 66-deild­inni, og færi því beint upp. Kría, Fjöln­ir, Væng­ir Júpíters og Vík­ing­ur fara í um­spil um eitt sæti ef spá­in geng­ur eft­ir.

Ragnheiður Júlíusdóttir og samherjar í Fram eru taldar sigurstranglegastar.
Ragn­heiður Júlí­us­dótt­ir og sam­herj­ar í Fram eru tald­ar sig­ur­strang­leg­ast­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fram­kon­um er spáð sigri í Olís­deild kvenna en þær fengu fimmtán sig­um meira en ÍBV sem er spáð öðru sæt­inu. FH fell­ur ef spá­in geng­ur eft­ir og Hauk­ar þurfa að fara í um­spil. Aft­ur­eld­ingu er spáð sæti í efstu deild, Mos­fellsliðinu er reynd­ar spáð 2. sæt­inu í Grill 66-deild karla en þær færu upp þar sem ung­mennaliði Fram er spáð sigri í deild­inni. Í um­spil með Hauk­um færu Grótta, Sel­foss og ÍR, ef spá­in geng­ur eft­ir.

Heild­ar­spá­in fyr­ir deild­irn­ar fjór­ar í karla- og kvenna­flokki er þannig:

Olís­deild karla:

1. Val­ur 374
2. Hauk­ar 354
3. FH 315
4. Aft­ur­eld­ing 288
5. ÍBV 260
6. Sel­foss 257
7. Stjarn­an 251
8. Fram 189
9. KA 181
10. Þór Ak. 119
11. ÍR 113
12. Grótta 107

Olís­deild kvenna:

1. Fram 164
2. ÍBV 149
3. Val­ur 131
4. Stjarn­an 125
5. KA/Þ​ór 98
6. HK 82
7. Hauk­ar 58
8. FH 57

Grill 66-deild karla:

1. HK 257
2. Kría 227
3. Fjöln­ir 195
4. Val­ur U 186
5. Hauk­ar U 185
6. Væng­ir Júpíters 184
7. Vík­ing­ur 167
8. Sel­foss U 104
9. Fram U 79
10. Hörður 66

Grill 66-deild kvenna:

1. Fram U 194
2. Aft­ur­eld­ing 173
3. Grótta 151
4. Sel­foss 150
5. Val­ur U 122
6. ÍR 100
7. Fjöln­ir/​Fylk­ir 99
8. HK U 69
9. Vík­ing­ur 67

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert