Ótrúlega ánægður eftir fyrsta sigurinn

Ólafur Gústafsson skýtur að marki Framara í leiknum í kvöld.
Ólafur Gústafsson skýtur að marki Framara í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Bara ógeðslega gam­an að vinna. Þetta er ör­ugg­lega besta Covid stemm­ing sem er í gangi á land­inu í dag.“ Sagði Ólaf­ur Gúst­afs­son leikmaður KA eft­ir 23:21 sig­ur á Fram í fyrstu um­ferð Olís deild­ar karla nú í kvöld.

„Það var bara ótrú­lega gam­an að spila fyr­ir nán­ast fullt hús hér í dag og bara glaður að við kláruðum þetta.“

Hvernig fannst Ólafi spila­mennska liðsins í dag?

„Þetta var ekki til fyr­ir­mynd­ar í fyrri hálfleik en svo opnaðist þetta svo­lítið í seinni hálfleik. Vörn og sókn hjá okk­ur var allt í lagi, við erum að fá færi í fyrri hálfleik þótt við séum að klúðra þeim en aðallega ánægður með vörn og markvörslu.“

Ólaf­ur var rek­inn af velli fyr­ir þrjár brott­vís­an­ir þegar hann fékk tvær brott­vís­an­ir með stuttu milli­bili. Þá seinni fyr­ir að mót­mæla þeirri fyrri. Aðspurður um at­vikið sagði Ólaf­ur: 

„Það var ein­hver hiti í mér, ég veit ekki al­veg hvað þetta var. Þetta er óafsak­an­legt af minni hálfu. Ég á að vera reynslu­mesti leikmaður­inn í þessu þannig ég á ekki að gera mig sek­an um svona mis­tök. Þótt að mér finn­ist halla mig ein­hver dóm­ur þá á ég að hafa bara fókus á mín­um leik.“

Hvernig lýst Ólafi á tíma­bilið sem fram und­an er og mögu­leika KA-liðsins?

„Maður er bú­inn að fylgj­ast með und­ir­bún­ings­leikj­um núna, það er ótrú­lega erfitt að segja. Fram­ar­ar voru flott­ir í dag, okk­ur er spáð svipuðu gengi í deild­inni. Varðandi mögu­leika okk­ar er erfitt að segja en við kom­um bara í alla leiki og keyr­um okk­ar pró­gramm og sjá­um bara hvort það skili sigri.“

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert