„Bara ógeðslega gaman að vinna. Þetta er örugglega besta Covid stemming sem er í gangi á landinu í dag.“ Sagði Ólafur Gústafsson leikmaður KA eftir 23:21 sigur á Fram í fyrstu umferð Olís deildar karla nú í kvöld.
„Það var bara ótrúlega gaman að spila fyrir nánast fullt hús hér í dag og bara glaður að við kláruðum þetta.“
Hvernig fannst Ólafi spilamennska liðsins í dag?
„Þetta var ekki til fyrirmyndar í fyrri hálfleik en svo opnaðist þetta svolítið í seinni hálfleik. Vörn og sókn hjá okkur var allt í lagi, við erum að fá færi í fyrri hálfleik þótt við séum að klúðra þeim en aðallega ánægður með vörn og markvörslu.“
Ólafur var rekinn af velli fyrir þrjár brottvísanir þegar hann fékk tvær brottvísanir með stuttu millibili. Þá seinni fyrir að mótmæla þeirri fyrri. Aðspurður um atvikið sagði Ólafur:
„Það var einhver hiti í mér, ég veit ekki alveg hvað þetta var. Þetta er óafsakanlegt af minni hálfu. Ég á að vera reynslumesti leikmaðurinn í þessu þannig ég á ekki að gera mig sekan um svona mistök. Þótt að mér finnist halla mig einhver dómur þá á ég að hafa bara fókus á mínum leik.“
Hvernig lýst Ólafi á tímabilið sem fram undan er og möguleika KA-liðsins?
„Maður er búinn að fylgjast með undirbúningsleikjum núna, það er ótrúlega erfitt að segja. Framarar voru flottir í dag, okkur er spáð svipuðu gengi í deildinni. Varðandi möguleika okkar er erfitt að segja en við komum bara í alla leiki og keyrum okkar prógramm og sjáum bara hvort það skili sigri.“
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |