Portúgal er fyrsti mótherji Íslands á HM

Janus Daði Smárason í leik Íslands og Portúgals á EM …
Janus Daði Smárason í leik Íslands og Portúgals á EM í Malmö í janúar á þessu ári þar sem Ísland hafði betur. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Ísland hef­ur heims­meist­ara­keppni karla í hand­knatt­leik í janú­ar­mánuði í Egyptalandi með sann­kölluðum stór­leik gegn Portú­göl­um en liðin eru tal­in þau sterk­ustu í F-riðli keppn­inn­ar.

Leik­ur liðanna fer fram fimmtu­dag­inn 14. janú­ar. Á laug­ar­deg­in­um 16. janú­ar leik­ur Ísland við Als­ír og mæt­ir síðan Mar­okkó mánu­dag­inn 18. janú­ar í lokaum­ferð riðlakeppn­inn­ar.

Þrjú af fjór­um liðum riðils­ins kom­ast áfram í mill­iriðil þar sem öfl­ug­ir and­stæðing­ar bíða en þangað fara ör­ugg­lega Frakk­ar og Norðmenn ásamt vænt­an­lega Aust­ur­rík­is­mönn­um, en fjórða liðið í þeirra riðli mun koma frá Norður-Am­er­íku.

Þar með ligg­ur fyr­ir að Ísland og Portúgal munu mæt­ast í þrem­ur afar mik­il­væg­um leikj­um á aðeins átta dög­um. Þjóðirn­ar eru sam­an í riðli í undan­keppni EM 2022 og leika báða leiki sína áður en HM hefst í Egyptalandi.  Liðin eiga að mæt­ast í Portúgal 6. eða 7. janú­ar og á Íslandi 9. eða 10. janú­ar. Í þeim riðli eru einnig Lit­há­en og Ísra­el og Ísland leik­ur við Lit­há­en á heima­velli og Ísra­el á úti­velli í byrj­un nóv­em­ber.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert