Stjarnan sannfærandi í upphafsleiknum

Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarn­an vann sann­fær­andi 29:21-sig­ur á FH í upp­hafs­leik Olís­deild­ar kvenna í hand­bolta í TM-höll­inni í Garðabæ í kvöld. FH byrjaði bet­ur og komst í 4:1 en Stjarn­an náði völd­um á leikn­um í kjöl­farið og var sig­ur­inn að lok­um ör­ugg­ur. 

Hin 41 árs gamla Hanna Guðrún Stef­áns­dótt­ir fór á kost­um fyr­ir Stjörn­una í fyrri hálfleik, skoraði níu mörk, og var stærsta ástæða þess að Stjarn­an var með 15:11-for­skot í hálfleik. 

FH minnkaði mun­inn í þrjú mörk um miðbik seinni hálfleiks, 20:17, en þá tók Stjarn­an leik­hlé, skoraði næstu þrjú mörk, og var sig­ur­inn ekki í hættu eft­ir það. 

Brit­ney Cots hjá FH var marka­hæst allra með ell­efu mörk og Em­il­ía Ósk Stin­ars­dótt­ir gerði fjög­ur. Hanna Guðrún skoraði ekki í seinni hálfleik en var þrátt fyr­ir það marka­hæst hjá Stjörn­unni með níu mörk. Helena Rut Örvars­dótt­ir skoraði sex. 

Eru ein­fald­lega fleiri vopn í búri Stjörn­unn­ar á meðan FH treysti fyrst og fremst á Brit­ney Cots í sókn­inni hjá sér. Hún spilaði afar vel, en þurfti meira frá liðsfé­lög­um sín­um. Hanna Guðrún, Helena Rut, Anna Kar­en Hans­dótt­ir og Eva Björk Davíðsdótt­ir spiluðu all­ar vel fyr­ir Stjörn­una, sem reynd­ist of stór biti fyr­ir nýliða FH. 

Stjarn­an 29:21 FH opna loka
Hanna Guðrún Stefánsdóttir - 9
Helena Rut Örvarsdóttir - 6
Anna Karen Hansdóttir - 5
Sólveig Lára Kjærnested - 3
Eva Björk Davíðsdóttir - 3 / 2
Katla María Magnúsdóttir - 2
Elísabet Gunnarsdóttir - 1
Mörk 11 - Britney Cots
4 - Emilía Ósk Steinarsdóttir
1 - Arndís Sara Þórisdóttir
1 - Aþena Arna Ágústsdóttir
1 - Emma Havin Sardardóttir
1 - Fanney Rúriksdóttir
1 / 1 - Hildur Guðjónsdóttir
1 - Emilia Vegnes Jakobsen
Heiðrún Dís Magnúsdóttir - 12
Hildur Öder Einarsdóttir - 2
Varin skot 14 - Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir

2 Mín

Brottvísanir

6 Mín

mín.
60 Leik lokið
FH byrjaði betur, en Stjarnan tók svo völdin og vann að öruggum sannfærandi sigur. Leiðinlegt að Hanna bætti ekki við marki í seinni hálfleik.
60 29 : 21 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Ellefta markið hennar. Markahæst.
60 29 : 20 - Katla María Magnúsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Fallegt undirhandarskot.
59 28 : 20 - Emilia Vegnes Jakobsen (FH) skoraði mark
59 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
58 FH tapar boltanum
58 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
Þrettánda skotið. Fínasti leikur þrátt fyrir stöðuna.
57 FH tapar boltanum
Lína. Þetta er að fjara út. Úrslitin ráðin.
57 Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skýtur yfir
56 Hildur Öder Einarsdóttir (Stjarnan) varði skot
55 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
55 FH tapar boltanum
Skref
54 28 : 19 - Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Munurinn níu mörk. FH minnkaði þetta niður í þrjú áðan, en eftir leikhlé Stjörnunar í kjölfarið hefur þetta verið ójafn leikur.
53 27 : 19 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Fallegt skot í skrefinu.
53 FH tapar boltanum
Ruðningur.
52 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
52 26 : 19 - Emilía Ósk Steinarsdóttir (FH) skoraði mark
Snéri boltanum skemmtilega utan um varnarmann og í netið.
51 26 : 18 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Negla í bláhornið niðri. Stjarnan er að sigla þessu örugglega í hús virðist vera.
50 Britney Cots (FH) skýtur framhjá
Illa farið með gott færi.
50 Hildur Öder Einarsdóttir (Stjarnan) varði skot
Byrjar vel í markinu.
49 25 : 18 - Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
49 24 : 18 - Elísabet Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Losnaði á línunni.
48 23 : 18 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Tíu! Búin að taka fram úr Hönnu.
48 FH tekur leikhlé
Gekk svo vel hjá Stjörnunni. Nú vill FH prófa.
47 23 : 17 - Anna Karen Hansdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Þrjú í röð eftir leikhléið. Glæsilegt leikhlé.
47 22 : 17 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Tvö í röð eftir leikhléið.
46 FH tapar boltanum
Ruðningur aftur.
46 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
Frá Kötlu.
45 FH tapar boltanum
Ruðningur.
45 21 : 17 - Eva Björk Davíðsdóttir (Stjarnan) skorar úr víti
Náði í vítið og setti boltann út í samskeytin úr vítinu. Huggulegt.
45 Eva Björk Davíðsdóttir (Stjarnan) fiskar víti
44 Stjarnan tekur leikhlé
Þetta kemur ekki á óvart. Erfiður kafli hjá Stjörnunni.
44 20 : 17 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Munurinn var sjö mörk áðan og nú er hann orðinn þrjú! Virkilega góður kafli hjá FH og Cots raðar inn mörkunum. Búin að jafna Hönnu sem hefur ekkert skorað í seinni hálfleik.
44 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
43 20 : 16 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Þvílík negla fyrir utan. Hvað var þessi stelpa að gera í 1. deildinni!?
43 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
FH heldur boltanum.
43 Ída Bjarklind Magnúsdóttir (Stjarnan) á skot í stöng
Höndin var komin upp.
40 FH tapar boltanum
40 Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skýtur framhjá
40 20 : 15 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Negla fyrir utan. Sjöunda markið hennar. Munurinn aftur fimm mörk.
39 Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skýtur framhjá
Færið rosalega þröngt.
39 20 : 14 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Frítt skot fyrir utan.
38 20 : 13 - Eva Björk Davíðsdóttir (Stjarnan) skorar úr víti
Munurinn orðinn sjö mörk.
37 Eva Björk Davíðsdóttir (Stjarnan) fiskar víti
37 Hildur Guðjónsdóttir (FH) skýtur framhjá
Mikið um stuttar og slakar sóknir hjá FH. Þeim liggur á að skjóta snemma.
37 Stjarnan tapar boltanum
36 FH tapar boltanum
35 Stjarnan tapar boltanum
Skref
35 19 : 13 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Fínasta skot fyrir utan. Hennar fimmta mark.
34 19 : 12 - Anna Karen Hansdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Þriðja markið hennar í seinni.
34 FH tapar boltanum
34 18 : 12 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Negla fyrir utan. Glæsilegt skot.
33 17 : 12 - Hildur Guðjónsdóttir (FH) skorar úr víti
Negla í bláhornið niðri. Fyrsta mark FH í seinni úr fyrsta víti leiksins.
33 FH (FH) fiskar víti
32 17 : 11 - Anna Karen Hansdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Anna Karen byrjar þennan seinni hálfleik afar vel. Kannski skorar hún níu í seinni eins og Hanna gerði í fyrri. Munurinn sex mörk í fyrsta skipti.
31 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
31 16 : 11 - Anna Karen Hansdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Stjörnukonur fljótar að skora fyrsta mark seinni hálfleiks.
31 Leikur hafinn
30 Hálfleikur
Hraður og skemmtilegur fyrri hálfleikur. Stjarnan skrefi á undan og Hanna Guðrún að spila ótrúlega vel. Níu mörk. Vonandi skorar hún níu í viðbót í seinni. Það væri magnað að vera 41 árs og skora 18 mörk.
30 15 : 11 - Aþena Arna Ágústsdóttir (FH) skoraði mark
Flott gegnumbrot rétt áður en klukkan glymur.
30 15 : 10 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Auðvitað skorar Hanna Guðrún. Hún skorar alltaf.
30 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) fékk 2 mínútur
Vitlaus skipting. FH tveimur færri út hálfleikinn.
30 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
Frá Cots. Með 50 prósent markvörslu.
29 14 : 10 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Átta! Ruglað góð.
29 Emilía Ósk Steinarsdóttir (FH) fékk 2 mínútur
Fær sína aðra brottvísun. Það yrði afar slæmt fyrir FH ef Emilía fær eina í viðbót og þar með rautt.
29 13 : 10 - Emilía Ósk Steinarsdóttir (FH) skoraði mark
Loksins mark hjá FH. Kærkomið.
28 13 : 9 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Sjö mörk!
28 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
28 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
Ver skot frá utan og svo frákastið frá Elísabetu!
28 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
27 Stjarnan tekur leikhlé
27 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
Frá Emilíu.
26 Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skýtur framhjá
Skaut í vörnina, tók frákastið sjálf og setti svo boltann framhjá.
26 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
Stjarnan heldur boltanum.
25 FH tapar boltanum
Eitt mark á tæpum 10 mínútum hjá FH.
25 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
Hennar fimmta skot.
24 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
Frá Cots.
24 Ída Bjarklind Magnúsdóttir (Stjarnan) skýtur yfir
Hátt yfir.
24 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
Frá Emiliu, mjög góð varsla.
23 FH tekur leikhlé
Stjarnan þremur yfir og FH-ingar skiljanlega ekki mikið hressir.
23 12 : 9 - Anna Karen Hansdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Úr mjög þröngu færi.
23 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
Glæsileg varsla en Stjarnan heldur boltanum.
22 FH tapar boltanum
21 11 : 9 - Katla María Magnúsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Ræðst á vörn FH og skilar boltanum glæsilega í netið.
21 10 : 9 - Emma Havin Sardardóttir (FH) skoraði mark
Vel klárað úr hægra horninu.
20 Elísabet Gunnarsdóttir (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Kastar Britney Cots niður.
20 10 : 8 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Sex mörk! Heldur áfram að raða inn úr hægra horninu.
19 FH tapar boltanum
18 Stjarnan tapar boltanum
18 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
Frá Andreu sem var í hraðaupphlaupi.
18 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
Helena skaut beint á hana.
18 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
Frá Arndísi sem skaut af löngu færi.
17 9 : 8 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Huggulegt gegnumbrot. Sú fyrsta fyrir utan Hönnu sem skorar sitt annað mark.
16 8 : 8 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Cots á móti Hönnu. Markakeppni. 5:4 fyrir Hönnu.
16 8 : 7 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Verður bara betri með aldrinum! Sú er að standa sig.
15 FH tapar boltanum
15 Stjarnan tapar boltanum
Enn og aftur skref.
15 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
Frá Emilíu.
15 7 : 7 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Hanna markahæst með fjögur mörk. Eina Stjörnukonan með meira en eitt mark.
14 Stjarnan tapar boltanum
Enn tapar Stjarnan boltanum.
14 6 : 7 - Emilía Ósk Steinarsdóttir (FH) skoraði mark
Fallegt undirhandarskot.
13 Stjarnan tapar boltanum
Skref.
12 6 : 6 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Negla af gólfinu. Glæsilegt skot.
12 6 : 5 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Hin 41 árs gamla Hanna raðar inn mörkum og Stjarnan er komin yfir.
11 Hildur Guðjónsdóttir (FH) skýtur yfir
Gengur erfiðlega hjá FH þessa stundina.
11 5 : 5 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Flott spilamennska og Hanna fer inn úr horninu og skorar.
11 FH tapar boltanum
10 Emilía Ósk Steinarsdóttir (FH) fékk 2 mínútur
Fór í Evu þegar hún fór í gegn.
10 4 : 5 - Eva Björk Davíðsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Gegnumbrot. Fínn kafli hjá Stjörnunni eftir góða byrjun FH.
10 FH tapar boltanum
Lína.
9 3 : 5 - Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skoraði mark
Flott gegnumbrot.
9 Britney Cots (FH) gult spjald
8 2 : 5 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Negla fyrir utan. Góð skytta.
8 2 : 4 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Klikkar ekki tvisvar í röð. Hraðaupphlaup.
8 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
7 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
Frá Hönnu Guðrúnu sem var í góðu færi í horninu.
7 Heiðrún Dís Magnúsdóttir (Stjarnan) varði skot
Frá Andreu úr hægra horni.
6 Stjarnan tapar boltanum
Kasta boltanum beint út af. Sóknarleikur Stjörnunnar slakur til þessa.
6 1 : 4 - Britney Cots (FH) skoraði mark
Fallegt skot fyrir utan. Flott byrjun hjá FH.
5 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (FH) varði skot
Glæsilega varið frá Helenu.
4 1 : 3 - Arndís Sara Þórisdóttir (FH) skoraði mark
Galopin á línunni eftir sendingu Britney Cots.
4 1 : 2 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Loksins kemur fyrsta mark Stjörnunnar.
4 0 : 2 - Emilía Ósk Steinarsdóttir (FH) skoraði mark
Fallegt skot fyrir utan.
2 Stjarnan tapar boltanum
Gengur illa í sókninni hjá Stjörnunni í upphafi leiks.
2 Emilía Ósk Steinarsdóttir (FH) skýtur yfir
2 Stjarnan tapar boltanum
Fyrsta sókn Stjörnunnar ekki eins góð og hjá FH.
1 0 : 1 - Fanney Rúriksdóttir (FH) skoraði mark
Vörn Stjörnukvenna galopnuð. Fyrsta mark Íslandsmótsins í ár.
1 Leikur hafinn
Þá er Íslandsmót kvenna í handknattleik komið af stað! FH byrjar með boltann.
0 Textalýsing
Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið, er veik og verður því ekki með í dag.
0 Textalýsing
Garðbæingar hafa fengið mikinn liðstyrk fyrir mótið. Landsliðskonurnar Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir eru komnar í Garðabæinn eftir að hafa leikið erlendis, og þá hafa þær fengið unglingalandsliðskonurnar Önnu Karenu Hansdóttur sem kom frá Danmörku, Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi og Heiðrúnu Dís Magnúsdóttur frá Fram.
0 Textalýsing
FH er án Emblu Ósk Steinarsdóttur og Ragnheiði Tómasdóttur, en þær héldu erlendis í sumar.
0 Textalýsing
Stjarnan var í þriðja sæti Olísdeildarinnar þegar síðasta tímabili var aflýst. Síðan þá hefur Sebastian Alexandersson hætt með liðið og Rakel Dögg Bragadóttir tekið við.
0 Textalýsing
FH er nýliði í deildinni. Liðið hafnaði í öðru sæti í Grill 66 deildinni á síðustu leiktíð og fór upp þar sem U-lið Fram hafnaði í efsta sæti og gat ekki farið upp.
0 Textalýsing
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá upphafsleik Olísdeildar kvenna í handbolta þar sem grannarnir í Stjörnunni og FH eigast við.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Sigurjón Þórðarson

Gangur leiksins: 1:3, 4:5, 7:7, 10:8, 12:9, 15:11, 19:13, 20:15, 21:17, 25:18, 28:19, 29:21.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson

Völlur: TM-höllin

Stjarnan: Hildur Öder Einarsdóttir (M). Birta M. Sigmundsdóttir, Karen Tinna Demian, Anna Karen Hansdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir , Sólveig Lára Kjærnested, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Eva Björk Davíðsdóttir, Elena Birgisdóttir, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir, Ída Bjarklind Magnúsdóttir.

FH: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (M), Anna Borg Bergmann (M). Fanney Rúriksdóttir, Emilia Vegnes Jakobsen, Andrea Valdimarsdóttir, Birna Íris Helgadóttir, Arndís Sara Þórisdóttir, Britney Cots, Hildur Guðjónsdóttir, Aþena Arna Ágústsdóttir, Emma Havin Sardardóttir, Emilía Ósk Steinarsdóttir, Aníta Theodórsdóttir, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert