Selfoss fagnaði eftir æsispennu

Guðmundur Hólmar Helgason átti virkilega góðan leik.
Guðmundur Hólmar Helgason átti virkilega góðan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sel­foss fagnaði í kvöld 27:26-sigri á Stjörn­unni á úti­velli í 1. um­ferð Olís­deild­ar karla í hand­bolta. Skoraði Atli Ævar Ing­ólfs­son sig­ur­markið á loka­mín­út­unni. 

Leik­ur­inn var jafn og spenn­andi all­an tím­ann og skipt­ust liðin á að ná fín­um köfl­um og kom­ast yfir, en Stjarn­an var með 15:13 for­skot í hálfleik. Sel­foss byrjaði hins veg­ar seinni hálfleik­inn vel og komst í 18:16. 

Stjörnu­menn jöfnuðu í 18:18 og var leik­ur­inn hníf­jafn allt til enda­loka. Eft­ir mark Atla á loka­mín­út­unni fengu Stjörnu­menn tvö tæki­færi til að jafna, en tókst í hvor­ugt skiptið að koma skoti á marki og því fögnuðu gest­irn­ir sæt­um sigri. 

Guðmund­ur Hólm­ar Helga­son fór á kost­um hjá Sel­fossi, skoraði tíu mörk, lagði upp fullt af fær­um og var sterk­ur í vörn. Vilius Rasimas varð sterk­ari í mark­inu eft­ir því sem leið á leik­inn. 

Lið Stjörn­unn­ar var jafnt, en Ólaf­ur Bjarki Ragn­ars­son skoraði fimm mörk, fjög­ur þeirra snemma í leikn­um. Dag­ur Gauta­son og Hafþór Már Vign­is­son skoruðu fjög­ur. Markverðir Stjörn­unn­ar náðu sér ekki al­menni­lega á strik, sér­stak­lega Brynj­ar Darri Bald­urs­son sem byrjaði í mark­inu. 

Hafþór Már Vignisson skýtur að marki Selfyssinga í leiknum í …
Hafþór Már Vign­is­son skýt­ur að marki Sel­fyss­inga í leikn­um í kvöld. Her­geir Gríms­son er hon­um til varn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Stjarn­an 26:27 Sel­foss opna loka
Ólafur Bjarki Ragnarsson - 5
Dagur Gautason - 4 / 1
Hafþór Már Vignisson - 4
Tandri Már Konráðsson - 3
Leó Snær Pétursson - 3 / 1
Pétur Árni Hauksson - 2
Brynjar Hólm Grétarsson - 2
Björgvin Þór Hólmgeirsson - 2
Sverrir Eyjólfsson - 1
Mörk 10 / 3 - Guðmundur Hólmar Helgason
3 - Hergeir Grímsson
3 - Atli Ævar Ingólfsson
3 - Daníel Karl Gunnarsson
3 - Einar Sverrisson
3 - Alexander Már Egan
1 - Ísak Gústafsson
1 - Tryggvi Þórisson
Sigurður Dan Óskarsson - 7
Brynjar Darri Baldursson - 2
Varin skot 15 / 2 - Vilius Rasimas

10 Mín

Brottvísanir

6 Mín

mín.
60 Leik lokið
Selfyssingar fagna eftir æsispennu!
60 Stjarnan tapar boltanum
Hergeir Grímsson stelur boltanum áður en Stjörnumenn ná skoti að marki og Selfoss fer með sigur af hólmi!
60 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
Frá Alexander. Nokkrar sekúndur eftir!
60 Stjarnan tapar boltanum
33 sekúndur eftir og Selfyssingar í kjörstöðu.
59 Stjarnan tekur leikhlé
Rúm mínúta eftir og Selfoss marki yfir. Það stefnir í mikla spennu fram að lokaflauti.
59 26 : 27 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Af miklu harðfylgi á línunni.
58 26 : 26 - Hafþór Már Vignisson (Stjarnan) skoraði mark
Flott gegnumbrot og skot í stöng og inn.
58 25 : 26 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
Þetta mark gæti reynst mikilvægt. Rúmar tvær mínútur eftir.
57 Stjarnan tapar boltanum
56 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
Frá Hergeiri. Sigurður búinn að vera sterkur síðustu mínútur.
56 Stjarnan tapar boltanum
55 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
Frá Einari úr þröngu færi.
55 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
Mættur í hornið en Selfyssingar halda boltanum.
54 25 : 25 - Ólafur Bjarki Ragnarsson (Stjarnan) skoraði mark
Lúmskt undirhandarskot og boltinn lekur inn.
53 24 : 25 - Daníel Karl Gunnarsson (Selfoss) skoraði mark
Virkilega vel klárað úr horninu.
52 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Frá Sverri. Markvörðurinn er búinn að vera mjög góður í seinni hálfleik.
52 Alexander Már Egan (Selfoss) skýtur framhjá
Færið rosalega þröngt.
51 24 : 24 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skoraði mark
Pétur og Tandri spila vel saman og sá síðarnefndi neglir honum í netið. Hnífjafnt og spennandi.
50 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Stjarnan heldur boltanum.
50 Selfoss tapar boltanum
Ruðningur á Guðmund sem er alls ekki sammála.
50 Selfoss tekur leikhlé
Halldór Jóhann vill ræða við sína menn. Það væri sterkt að ná marki núna ná tveggja marka forskoti.
49 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Ver vítið og étur hann síðan í frákastinu líka! Stórkostleg tvöföld varsla.
49 Vilius Rasimas (Selfoss) ver víti
49 Dagur Gautason (Stjarnan) fiskar víti
49 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
Frá Guðmundi.
47 Einar Sverrisson (Selfoss) á skot í stöng
Prjónar sig í gegn en setur boltann í stöngina í góðu færi.
47 23 : 24 - Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) skoraði mark
Flott spil og Pétur fær dauðafæri sem hann nýtir vel.
46 22 : 24 - Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) skoraði mark
Negla langt fyrir utan. Guðmundur með tíu mörk og Selfoss er tveimur yfir!
46 Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) skýtur yfir
Rosalega hátt yfir.
45 22 : 23 - Alexander Már Egan (Selfoss) skoraði mark
Stjarnan missir boltann og Alexander skorar í autt markið.
44 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
Frá Sverri.
44 Sverrir Eyjólfsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Sló í andlitið á Einari.
44 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
44 22 : 22 - Björgvin Þór Hólmgeirsson (Stjarnan) skoraði mark
Tók fullt af skrefum og skorar. Halldór Jóhann er alls ekki sáttur á hliðarlínunni.
42 21 : 22 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Erfitt að stoppa þennan mann þegar hann fær boltann á línunni.
42 21 : 21 - Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) skoraði mark
Stingur sér á milli tveggja varnarmanna og skrúfar boltann í netið. Glæsilegt.
41 20 : 21 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Guðmundur með sendingu og Hergeir kemur á ferðinni og skorar.
40 Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Fór í Ísak í loftinu.
40 Sverrir Eyjólfsson (Stjarnan) skýtur framhjá
Tók frákastið en hitti ekki markið.
40 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
40 20 : 20 - Ísak Gústafsson (Selfoss) skoraði mark
Fallegt undirhandarskot.
39 20 : 19 - Brynjar Hólm Grétarsson (Stjarnan) skoraði mark
Stelur boltanum og brunar yfir. Stjarnan aftur komin yfir.
39 19 : 19 - Dagur Gautason (Stjarnan) skorar úr víti
38 Hafþór Már Vignisson (Stjarnan) fiskar víti
38 18 : 19 - Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) skoraði mark
Fallegt skot af gólfinu. Kominn með níu mörk.
37 18 : 18 - Leó Snær Pétursson (Stjarnan) skoraði mark
Stelur boltanum og brunar yfir allan völlinn. Stjörnumenn bregðast vel við leikhléi Patreks.
36 17 : 18 - Hafþór Már Vignisson (Stjarnan) skoraði mark
Rasimas í þessum bolta en hann lekur inn.
36 Stjarnan tekur leikhlé
36 16 : 18 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
Fimm mörk í röð! Hraðaupphlaup. Selfyssingar eru að keyra yfir Stjörnuna í upphafi seinni.
36 16 : 17 - Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) skoraði mark
Fjögur í röð!
35 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Frá Björgvin.
34 16 : 16 - Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) skoraði mark
Þrjú í röð hjá Selfossi og staðan er jöfn. Guðmundur er að spila virkilega vel.
34 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Litháinn er byrjaður að finna sig.
33 16 : 15 - Daníel Karl Gunnarsson (Selfoss) skoraði mark
Tvö í röð hjá Selfossi og munurinn eitt mark.
33 Vilius Rasimas (Selfoss) ver víti
Leó með vítið en Rasimas með góða vörslu!
32 Björgvin Þór Hólmgeirsson (Stjarnan) fiskar víti
32 16 : 14 - Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark
Guðmundur með sendinguna, Atli með afgreiðsluna.
31 16 : 13 - Dagur Gautason (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Stjarnan þremur yfir á ný.
31 Brynjar Darri Baldursson (Stjarnan) varði skot
Selfoss heldur boltanum.
31 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Frá Hafþóri í dauðafæri.
31 Selfoss tapar boltanum
31 Leikur hafinn
30 Hálfleikur
Stjarnan tveimur mörkum yfir eftir hressan og skemmtilegan fyrri hálfleik. Sóknir beggja liða betri en varnirnar og markvarslan nánast engin báum megin.
30 Hafþór Már Vignisson (Stjarnan) skýtur framhjá
Um leið og fyrri hálfleiknum lýkur.
30 Ísak Gústafsson (Selfoss) skýtur yfir
30 Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Fór í andlitið á Ísak.
30 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
29 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Frá Tandra.
28 Selfoss tapar boltanum
Ruðningur á Hergeir.
28 Dagur Gautason (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Togar aðeins of mikið í Alexander Má.
27 15 : 13 - Dagur Gautason (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Leikhlé í lagi!
26 14 : 13 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skoraði mark
Fallegt skot fyrir utan.
27 Stjarnan tekur leikhlé
Patrekur vill ræða við sína menn.
26 13 : 13 - Alexander Már Egan (Selfoss) skoraði mark
Vel klárað úr hægra horni. Jafnt á öllum tölum.
25 13 : 12 - Björgvin Þór Hólmgeirsson (Stjarnan) skoraði mark
Björgvin stimplar sig inn í lið Stjörnunnar.
24 12 : 12 - Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) skorar úr víti
Klikkar ekki tvisvar í röð.
24 Sverrir Eyjólfsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
24 Ísak Gústafsson (Selfoss) fiskar víti
24 12 : 11 - Hafþór Már Vignisson (Stjarnan) skoraði mark
Negla í fjærhornið. Fallegt mark.
23 Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) brennir af víti
Algjörlega misheppnað víti. Hátt yfir.
23 Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) fiskar víti
22 Stjarnan tapar boltanum
Skref á Tandra.
21 11 : 11 - Daníel Karl Gunnarsson (Selfoss) skoraði mark
Svarar um leið. Hraður, jafn og skemmtilegur leikur.
21 11 : 10 - Sverrir Eyjólfsson (Stjarnan) skoraði mark
Frír á línunni.
20 10 : 10 - Tryggvi Þórisson (Selfoss) skoraði mark
Guðmundur Hólmar með stórkostlega sendingu aftur fyrir sig og Tryggvi klárar.
20 10 : 9 - Brynjar Hólm Grétarsson (Stjarnan) skoraði mark
Svarar um leið.
20 9 : 9 - Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) skoraði mark
Flott gegnumbrot. Kominn með fimm mörk.
19 Selfoss tekur leikhlé
Halldór Jóhann vill ræða við sína menn.
19 9 : 8 - Dagur Gautason (Stjarnan) skoraði mark
Fyrstur að átta sig eftir skot í stöng. Hans fyrsta mark fyrir Stjörnuna.
18 8 : 8 - Einar Sverrisson (Selfoss) skoraði mark
Stökk upp og negldi boltanum í netið.
17 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Frá Leó sem var í góðu færi í horninu.
17 8 : 7 - Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) skorar úr víti
Fjórða markið hans. Fer vel af stað með Selfossi.
17 Hergeir Grímsson (Selfoss) fiskar víti
15 Hafþór Már Vignisson (Stjarnan) skýtur yfir
15 Selfoss (Selfoss) gult spjald
Fyrir mótmæli. Ég skil hann vel. Brottvísunin á Atla var furðulegur dómur.
15 Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) fékk 2 mínútur
Dæmt sóknarbrot á Atla og Stjarnan fær boltann.
14 8 : 6 - Leó Snær Pétursson (Stjarnan) skoraði mark
Úr hægra horni.
14 7 : 6 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Fallegt undirhandarskot. Hann er að spila á miðjunni í dag, en hann getur líka spilað í horninu.
13 7 : 5 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skoraði mark
Lyftir sér upp og bombar þessu í bláhornið fjær.
13 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Frá Arnari sem var í dauðafæri. Stjarnan heldur boltanum.
12 Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) fékk 2 mínútur
Fer í andlitið á Hafþóri.
12 6 : 5 - Ólafur Bjarki Ragnarsson (Stjarnan) skoraði mark
Ólafur og Guðmundur í markakeppni.
11 5 : 5 - Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) skoraði mark
Fer mjög vel af stað með nýja liðinu.
10 5 : 4 - Ólafur Bjarki Ragnarsson (Stjarnan) skoraði mark
Í erfiðri stöðu en klárar þetta virkilega vel.
9 4 : 4 - Alexander Már Egan (Selfoss) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
9 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Tandri skaut beint á hann.
8 Selfoss tapar boltanum
Slök línusending frá Guðmundi.
8 Stjarnan tapar boltanum
7 4 : 3 - Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) skoraði mark
Fallegt skot af gólfinu.
6 4 : 2 - Leó Snær Pétursson (Stjarnan) skorar úr víti
6 Einar Sverrisson (Selfoss) fékk 2 mínútur
6 Ólafur Bjarki Ragnarsson (Stjarnan) fiskar víti
Komst framhjá Einari og náði í víti.
5 3 : 2 - Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) skorar úr víti
Fyrsta markið hans fyrir Selfoss.
5 Selfoss (Selfoss) fiskar víti
5 3 : 1 - Hafþór Már Vignisson (Stjarnan) skoraði mark
Boltinn í stöngina, í markvörðinn og inn.
4 Vilius Rasimas (Selfoss) varði skot
Frá Ólafi. Stjarnan heldur boltanum.
3 2 : 1 - Hergeir Grímsson (Selfoss) skoraði mark
Fyrsta mark Selfoss í vetur. Vel klárað eftir gott gegnumbrot.
3 Brynjar Hólm Grétarsson (Stjarnan) gult spjald
Átök við Atla á línunni.
2 2 : 0 - Ólafur Bjarki Ragnarsson (Stjarnan) skoraði mark
Ólafur Bjarki byrjar þetta Íslandsmót vel.
1 Brynjar Darri Baldursson (Stjarnan) varði skot
Frá Einari.
1 1 : 0 - Ólafur Bjarki Ragnarsson (Stjarnan) skoraði mark
Falleg gabbhreyfing og gott mark.
1 Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann.
0 Textalýsing
Leikmannavelta Selfyssinga er mun minni. Vilius Rasimas kom frá Aue og Guðmundur Hólmar Helgason frá West Wien. Þá missti Selfoss Hauk Þrastarson frá síðustu leiktíð og munar um minna.
0 Textalýsing
Á meðal leikmanna sem Stjarnan hefur fengið til sín frá síðustu leiktíð eru þeir Arnar Máni Rúnarsson, Björgvin Hólmgeirsson, Goði Ingvar Sveinsson, Brynjar Hólm Grétarsson, Sigurðru Dan Óskarsson, Pétur Árni Hauksson, Dagur Gautason og Hafþór Vignisson.
0 Textalýsing
Halldór Jóhann Sigfússon er orðinn þjálfari Selfoss. Þjálfaði hann áður FH og U21 árs landslið Bareins.
0 Textalýsing
Bæði lið mæta með nokkuð breytt lið í vetur og nýjan þjálfara. Patrekur Jóhannesson er tekinn við Stjörnunni, en hann gerði Selfoss að Íslandsmeisturum 2019. Eftir það lá leiðin til Skjern í Danmörku, en hann er nú mættur aftur í íslenska boltann.
0 Textalýsing
Stjarnan var í áttunda sæti og Selfoss fimmta sæti þegar síðasta tímabili var aflýst.
0 Textalýsing
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Selfoss í Olísdeild karla í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson

Gangur leiksins: 3:2, 5:4, 8:6, 10:10, 13:12, 15:13, 16:16, 20:20, 22:23, 23:24, 25:25, 26:27.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson

Völlur: TM-höllin

Stjarnan: Brynjar Darri Baldursson (M), Sigurður Dan Óskarsson (M). Dagur Gautason, Arnar Máni Rúnarsson, Goði Ingvar Sveinsson, Leó Snær Pétursson, Sverrir Eyjólfsson, Tandri Már Konráðsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Brynjar Hólm Grétarsson, Hrannar Bragi Eyjólfsson, Starri Friðriksson, Pétur Árni Hauksson, Björgvin Þór Hólmgeirsson, Hafþór Már Vignisson.

Selfoss: Alexander Hrafnkelsson (M), Vilius Rasimas (M). Hergeir Grímsson, Guðni Ingvarsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Ísak Gústafsson, Atli Ævar Ingólfsson, Magnús Öder Einarsson, Guðjón Baldur Ómarsson, Daníel Karl Gunnarsson, Einar Sverrisson, Tryggvi Þórisson, Alexander Már Egan, Arnór Logi Hákonarson.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert