FH hefði þurft að greiða uppeldisbætur fyrir Jarvin

Zandra Jarvin.
Zandra Jarvin. Ljósmynd/Christoffer Borg Mattisson

Sænska hand­knatt­leiks­kon­an Zandra Jarvin seg­ir FH hafa rift samn­ingi henn­ar við fé­lagið í sam­tali við hlaðvarpsþátt­inn Hand­bolt­inn okk­ar og ástæðan sé sú að fé­lagið hefði þurft að greiða upp­eld­is­fé­lagi henn­ar í Svíþjóð upp­eld­is­bæt­ur vegna fé­laga­skipt­anna. 

Jarvin seg­ir FH-inga hafa tjáð sér að upp­eld­is­bæt­urn­ar væru hærri en þeir hefðu talið og því hafi fé­lagið kosið að tefla henni ekki fram á Íslands­mót­inu. Hún seg­ir jafn­framt í viðtal­inu að í samn­ingi henn­ar hafi verið ein­hvers kon­ar klausa um að FH gæti rift samn­ingi ef kór­ónu­veir­an hefði áhrif á móts­haldið á Íslandi.

Zandra Jarvin seg­ist telja að upp­hæðin sem FH hefði þurft að greiða væri um 8 þúsund evr­ur eða tæp­lega 1,3 millj­ón­ir ís­lenskra króna. 

Í reglu­gerð evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins um fé­laga­skipti kem­ur fram að lið sem láti leik­mann á aldr­in­um 16-23 ára fara, til liðs í öðru landi, geti farið fram á að fá upp­eld­is­bæt­ur fyr­ir leik­mann­inn svo framar­lega sem leikmaður­inn taki þátt í deild­ar­leik. 

Jarvin finnst vinnu­brögð FH-inga vera ófag­leg vegna þess að hún hafi verið á Íslandi í einn mánuð til að und­ir­búa sig fyr­ir keppn­is­tíma­bilið í Olís-deild­inni þegar hún heyr­ir af mál­inu sem í raun er á milli fé­lag­anna. Hún tek­ur það fram að Jakob Lárus­syni þjálf­ara FH hafi ekki verið kunn­ugt um þetta. Hún ber hon­um og liðsfé­lög­um sín­um vel sög­una í viðtal­inu í þætt­in­um. 

Að öllu breyttu er hún á leið heim til Svíþjóðar og mun reyna að finna sér lið þar til að spila með í vet­ur. Spurð um hvort komi til greina að spila fyr­ir annað lið á Íslandi sagðist hún ekki úti­loka það en tel­ur ósenni­legt að það verði niðurstaðan. 

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert