Óvíst hvort Noregur geti haldið EM

Þórir Hergeirsson þjálfar norska kvennalandsliðið í handbolta.
Þórir Hergeirsson þjálfar norska kvennalandsliðið í handbolta. AFP

Óvíst er hvort Noregur geti haldið EM kvenna í handbolta en strangar reglur um sóttkví í Noregi gera Norðmönnum afar erfitt fyrir í mótahaldi. Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í dag að leggja þurfi fram nýjar sóttvarnarreglur fyrir EM, til að hægt verði að halda riðla í Þrándheimi eins og til stóð.

Upphaflega átti að leika í Þrándheimi, Stafangri og Ósló í Noregi og í Herning og Fredrikshavn í Danmörku. Vegna kórónuveirunnar var leikstöðum fækkað og tekin ákvörðun um að leika aðeins í Herning og Þrándheimi.

Reglurnar í Noregi eru harðar og greinist einn leikmaður með veiruna þarf að senda tvö heil lið heim, samkvæmt núgildandi reglum. Verði ekki hægt að fá undanþágu frá þeim reglum þarf að öllum líkindum að finna nýjan mótstað í staðinn fyrir Þrándheim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert