Handknattleikssamband Íslands hefur staðfest, rétt eins og KKÍ gerði fyrir stundu, að undanþágubeiðni um æfingar liða í næstefstu deildum hafi verið samþykkt.
Liðin í 1. deild karla og kvenna, Grill 66-deildunum, geta því hafið æfingar strax í dag og undanþágan gildir á meðan núverandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins er í gildi.