Handknattleikskonan Ragnheiður Júlíusdóttir hlaut í dag nafnbótina íþróttamaður Fram árið 2020. Er í þrettánda sinn sem Fram velur íþróttamann ársins.
Hver deild innan Fram tilnefndi tvo íþróttamenn og aðalstjórn kaus að lokum sigurvegara.
Ragnheiður hefur verið lykilmaður í liði Fram síðustu ár og átt stóran þátt í Íslands- og bikarmeistaratitlum. Þá leikur hún einnig með landsliðinu.