Farinn að þreytast eftir átján tímabil

Fannar Þór Friðgeirsson í leik með ÍBV. Hann lýkur þessu …
Fannar Þór Friðgeirsson í leik með ÍBV. Hann lýkur þessu tímabili með liðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson ætlar að leggja harpixið á hilluna að þessu keppnistímabili loknu. Hann ætlar að ljúka tímabilinu með ÍBV en ætlar í framhaldinu að snúa sér að öðru og flytjast búferlum ásamt fjölskyldunni.

„Já, við fjölskyldan tókum þá ákvörðun að flytja norður næsta sumar. Konan er frá Akureyri. Hennar fjölskylda hefur átt og rekið fyrirtæki fyrir norðan í tuttugu ár eða svo. Það hefur eiginlega alltaf legið fyrir að flytja þangað þegar ferlinum lyki. Mér finnst þetta vera fínn tímapunktur að hætta í handboltanum og snúa mér að öðru,“ sagði Fannar.

Hann segist hafa orðið var við að fólk sé undrandi á að hann ætli að láta staðar numið. Hann er ekki nema 33 ára og hefur sloppið ágætlega við meiðsli á ferlinum. Fannar bendir á að hann hafi byrjað 16 ára í meistaraflokki hjá Val.

Viðtalið við Fannar er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert