Frábær markvarsla Elínar

Elín Jóna Þorsteinsdóttir.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður í handknattleik átti frábæran leik í kvöld þegar lið hennar Vendsyssel tók á móti Herning-Ikast í dönsku úrvalsdeildinni.

Elín varði 17 skot í leiknum og var með 40 prósent markvörslu en það var þó ekki nóg því lið hennar og Steinunnar Hansdóttur beið lægri hlut, 22:27. Steinunn skoraði tvö mörk í leiknum.

Vendsyssel er neðst í deildinni með aðeins þrjú stig úr átján leikjum og er þremur stigum á eftir næsta liði en neðsta lið deildarinnar fellur beint.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert